11 feb. 2016Solestory.se er ný vefverslun á netinu með körfuboltaskó en hún staðsett í Drekabælinu Sundsvall í Svíþjóð. Pontus Frivold, stofnandi og einn eigenda Solestory, vann áður fyrir Sundsvall Dragons klúbbinn þar í bæ og þekkir vel til íslensku leikmannana sem þar hafa leikið undanfarin ár. Það var einmitt í gegnum þá sem hann ákvað að styrkja landslið karla fyrir EuroBasket síðastliðið sumar og skóaði mannskapinn upp fyrir átökin í Berlín.
Nú loksins er verslunin þeirra farin af stað og er vefsíðan þeirra farin í loftið og gefst íslenskum körfuknattleiksfólki nú tækifæri á að kaupa sér skó á sanngjörnu verði og senda á ódýran máta til Íslands. Þeir bjóða upp á glænýjar skótýpur frá Nike og Jordan, Adidas og Reebook og mun úrvalið aukast og breytast jafnt og þétt.
Solestory er því sannarlega frábær viðbót fyrir þá sem vantar nýja og flotta skó en hér á landi hefur ekki verið um auðugan garð að gresja í skóúrvali fyrir íslenska körfuknattleiksleikmenn undanfarin ár og er vonandi að þetta muni auðvelda íslendingum að bæta úr því.
Hægt er að skoða glæsilega vefsíðu þeirra og skóúrvalið á www.solestory.se