10 feb. 2016
KKÍ býður þjálfurum til fundar með Craig Pedersen landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands þar sem hann mun fara yfir upplifun sína á EuroBasket sl. sumar og fara yfir næstu verkefni.
Fundurinn verður í fundarsal í Laugardalshöllinni laugardaginn 13. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 12:00. Húsið opnar 11:45.
Stefnt er á að ljúka fundinum 13:15. Klukkan 14:00 hefst svo bikarúrslitaleikur kvenna milli Snæfells og Grindavíkur.
Þeir sem hafa áhuga að mæta þurfa að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á kki@kki.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 11. febrúar. Aðgangur er ókeypis.