5 feb. 2016Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur standa fyrir sínu árlega Nettómóti í körfubolta í Reykjanesbæ 5.-6. mars n.k. og verður þetta 26. mót félaganna.
 
Nettó mótið er haldið fyrir drengi og stúlkur 10. ára (5. bekkur) og yngri. Skráningarfrestur er til og með fimmtudagsins 25. febrúar.
 
Hér má nálgast skjal með öllum upplýsingum um skráningu á mótið.
 
Bæklingur mótsins fer í dreifingu miðvikudaginn 12. febrúar en hann má nálgast rafrænt á ásamt fleiri upplýsingum sem verða settar inn í aðdraganda mótsins á eftirfarandi slóð: nettomot.blog.is