5 feb. 2016

Domino's deild karla
Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino´s deild karla. Leiknum sem var frestað í gær, FSu-Haukar, fer fram í kvöld í Iðu á Selfossi og sjónvarpsleikur kvöldsins er viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.


Fjölmargir leikir fara fram í 1. deildum karla og kvenna í kvöld. Þór Akureyri býður upp á Tvíhöfða gegn Fjölni á Akureyri.

1. deild karla
Í kvöld fara fram fjórir leikir í 1. deild karla.
19:15 ·  Reynir Sandgerði-Skallagrímur
20:00 ·  Þór Ak.-Fjölnir
20:00 ·  Ármann-Valur

ATH: Leik KFÍ-Hamar hefur verið frestað v/ ófærðar.

1. deild kvenna
Tveir leikir fara fram í kvöld í 1. deild kvenna
18:00 · Þór Ak.-Fjölnir
20:00 · Breiðablik-KR