22 jan. 2016
Rétt í þessu lauk drætti hjá FIBA Europe fyrir Evrópumót yngri liða í sumar og A-liðs karla.
A-riðill · Undankeppni EM
1. Belgia
2. Ísland
3. Sviss
4. Kýpur
Landslið Íslands var í 2. styrkleikaflokki og lenti í fjogurra liða riðli með einu liðu úr styrkleikaflokkum 1, 3 og 4. Leikið verður dagana 31. ágúst - 17. september heima og að heiman. Alla riðlana má sjá nánar á http://www.fibaeurope.com/draws/ EuroBasket fer svo fram í lok sumars 2017 í fjórum löndum (riðlar) líkt og síðast og úrslitin verða svo í Tyrklandi. Löndin sem halda riðlakeppnina verða Finnland, Rúmenía, Ísrael og Tyrkland.