24 nóv. 2015Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells og Valskonan Bergþóra Holton Tómasdóttir, léku báðar sinn fyrsta A-landsleik um helgina þegar Ísland mætti Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017. Berglind er 22 ára og systir Gunnhildar Gunnarsdóttur sem hefur verið fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu undanfarin ár. Bergþóra er 21 árs gömul og dóttir þeirra Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur sem bæði spiluðu fyrir A-landsliðin á sínum ferli. Berglind spilaði í tæpar 11 mínútur í leiknum en Bergþóra lék síðustu tvær mínútur leiksins. Hvorug þeirra náði að skora í sínum fyrsta A-landsleik en fá vonandi fleiri tækifæri til að bæta úr því. Berglind og Bergþór urðu þarna ellefti og tólfti leikmaðurinn sem spila sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar en hann hafði áður gefið þremur öðrum leikmönnum sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á þessu ári. Ívar hafði áður gefið þeim Auði Ólafsdóttur, Söndru Lind Þrastardóttur og Björgu Guðrúnu Einarsdóttur sinn fyrsta landsleik í ár. Auður spilaði sinn fyrsta landsleik á Smáþjóðaleikunum en þær Sandra Lind og Björg Guðrún voru nýliðar í æfingaferðinni til Danmerkur. Við þetta bætist að þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir og spiluðu sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars sumarið 2014. Auk þeirra er í hópnum einn leikmaður sem spilaði sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar á fyrra tímabili hans með liðið en það er Bryndís Guðmundsdóttir. Þjálfarar sem hafa gefið flestum leikmönnum fyrsta landsleikinn: Torfi Magnússon 18 Ívar Ásgrímsson 12 Guttormur Ólafsson 11 Kolbrún Jónsdóttir 10 Sigurður Ingimundarson 10 Sigurður Hjörleifsson 8 Guðjón Skúlason 7 Ágúst Líndal 6 Hjörtur Harðarson 6 Ágúst Björgvinsson 5 Jón Örn Guðmundsson 5 Sverrir Þór Sverrisson 5 Nýliðar í íslenska kvennaalandsliðinu undanfarin landsliðsár: 2015 - 5 2014 - 2 2013 - 4 2012 - 1 2009 - 3 2008 - 5 2007 - 3 2006 - 4 2005 - 4 2004 - 1 2003 - 2 2002 - 5 2001 - 2 2000 - 5 Leikmenn sem hafa spilað fyrsta A-landsleikinn undir stjórn Ívars Ásgrímssonar: María Ben Erlingsdóttir 28.5.2004 á móti Englandi Ólöf Helga Pálsdóttir 28.5.2004 á móti Englandi Petrúnella Skúladóttir 29.5.2004 á móti Englandi Bryndís Guðmundsdóttir 28.12.2004 á móti Englandi Kristrún Sigurjónsdóttir 20.5.2005 á móti Englandi Marín Laufey Davíðsdóttir 9.7.2014 á móti Danmörku Guðbjörg Sverrisdóttir 10.7.2014 á móti Danmörku Auður Ólafsdóttir 2.6.2015 á móti Möltu Sandra Lind Þrastardóttir 8.7.2015 á móti Danmörku Björg Guðrún Einarsdóttir 8.7.2015 á móti Danmörku Berglind Gunnarsdóttir 21.11.2015 á móti Ungverjalandi Bergþóra Holton Tómasdóttir 21.11.2015 á móti Ungverjalandi
Berglind og Bergþóra voru ellefti og tólfti nýliðinn hans Ívars
24 nóv. 2015Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells og Valskonan Bergþóra Holton Tómasdóttir, léku báðar sinn fyrsta A-landsleik um helgina þegar Ísland mætti Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017. Berglind er 22 ára og systir Gunnhildar Gunnarsdóttur sem hefur verið fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu undanfarin ár. Bergþóra er 21 árs gömul og dóttir þeirra Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur sem bæði spiluðu fyrir A-landsliðin á sínum ferli. Berglind spilaði í tæpar 11 mínútur í leiknum en Bergþóra lék síðustu tvær mínútur leiksins. Hvorug þeirra náði að skora í sínum fyrsta A-landsleik en fá vonandi fleiri tækifæri til að bæta úr því. Berglind og Bergþór urðu þarna ellefti og tólfti leikmaðurinn sem spila sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar en hann hafði áður gefið þremur öðrum leikmönnum sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á þessu ári. Ívar hafði áður gefið þeim Auði Ólafsdóttur, Söndru Lind Þrastardóttur og Björgu Guðrúnu Einarsdóttur sinn fyrsta landsleik í ár. Auður spilaði sinn fyrsta landsleik á Smáþjóðaleikunum en þær Sandra Lind og Björg Guðrún voru nýliðar í æfingaferðinni til Danmerkur. Við þetta bætist að þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir og spiluðu sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars sumarið 2014. Auk þeirra er í hópnum einn leikmaður sem spilaði sinn fyrsta landsleik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar á fyrra tímabili hans með liðið en það er Bryndís Guðmundsdóttir. Þjálfarar sem hafa gefið flestum leikmönnum fyrsta landsleikinn: Torfi Magnússon 18 Ívar Ásgrímsson 12 Guttormur Ólafsson 11 Kolbrún Jónsdóttir 10 Sigurður Ingimundarson 10 Sigurður Hjörleifsson 8 Guðjón Skúlason 7 Ágúst Líndal 6 Hjörtur Harðarson 6 Ágúst Björgvinsson 5 Jón Örn Guðmundsson 5 Sverrir Þór Sverrisson 5 Nýliðar í íslenska kvennaalandsliðinu undanfarin landsliðsár: 2015 - 5 2014 - 2 2013 - 4 2012 - 1 2009 - 3 2008 - 5 2007 - 3 2006 - 4 2005 - 4 2004 - 1 2003 - 2 2002 - 5 2001 - 2 2000 - 5 Leikmenn sem hafa spilað fyrsta A-landsleikinn undir stjórn Ívars Ásgrímssonar: María Ben Erlingsdóttir 28.5.2004 á móti Englandi Ólöf Helga Pálsdóttir 28.5.2004 á móti Englandi Petrúnella Skúladóttir 29.5.2004 á móti Englandi Bryndís Guðmundsdóttir 28.12.2004 á móti Englandi Kristrún Sigurjónsdóttir 20.5.2005 á móti Englandi Marín Laufey Davíðsdóttir 9.7.2014 á móti Danmörku Guðbjörg Sverrisdóttir 10.7.2014 á móti Danmörku Auður Ólafsdóttir 2.6.2015 á móti Möltu Sandra Lind Þrastardóttir 8.7.2015 á móti Danmörku Björg Guðrún Einarsdóttir 8.7.2015 á móti Danmörku Berglind Gunnarsdóttir 21.11.2015 á móti Ungverjalandi Bergþóra Holton Tómasdóttir 21.11.2015 á móti Ungverjalandi