21 nóv. 2015 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í meira en sex ár þegar íslensku stelpurnar mæta Ungverjum í Generali aréna í Miskolc. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 20.15 að staðartíma eða klukkan 19.15 að íslenskum tíma. Þetta er annar af tveimur leikjum í E-riðlinum en á sama tíma mætast Slóvakía og Portúgal. Þetta er fyrri leikur íslensku stelpnanna í þessari landsliðstörn en seinni leikurinn er síðan á miðvikudaginn kemur á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Ungverska liðið spilaði í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar og endaði þá í 17. sæti af 20 þjóðum eftir þrjú töp í fjórum leikjum í riðlakeppninni. Íslenska landsliðið er að mæta Ungverjum í fyrsta sinn og þá er þetta einnig fyrsti leikur kvennalandsliðsins frá upphafi sem [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39155[v-]fer fram í nóvember[slod-]. Íslensku stelpurnar eru einnig að mæta í fyrsta sinn [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39145[v-]þjóð sem hefur unnið verðlaun[slod-] á Evrópumóti en ungverska kvennalandsliðið hefur unnið sjö verðlaun á EM (2 silfur og 5 brons) Fyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur vantar líka aðeins eitt stig til að verða fyrsta íslenska konan til að skora þúsund stig fyrir A-landslið kvenna. Helena [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39151[v-]þekkir vel til alls í Miskolc[slod-] enda spilaði hún þar í eitt tímabil, spilaði fyrir ungverska landsliðsþjálfarann í eitt tímabil og fjórar af leikmönnum ungverska liðsins hafa verið samherjar hennar. Það eru forföll hjá íslenska landsliðinu sem þarf að spila [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39142[v-]án þriggja lykilmanna[slod-] sem eru uppteknar með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Allar þrjár eru að spila með háskólaliðum sínum í dag.
Nýtt Evrópuævintýri íslensku stelpnanna hefst í Miskolc í kvöld
21 nóv. 2015 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í meira en sex ár þegar íslensku stelpurnar mæta Ungverjum í Generali aréna í Miskolc. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 20.15 að staðartíma eða klukkan 19.15 að íslenskum tíma. Þetta er annar af tveimur leikjum í E-riðlinum en á sama tíma mætast Slóvakía og Portúgal. Þetta er fyrri leikur íslensku stelpnanna í þessari landsliðstörn en seinni leikurinn er síðan á miðvikudaginn kemur á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Ungverska liðið spilaði í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar og endaði þá í 17. sæti af 20 þjóðum eftir þrjú töp í fjórum leikjum í riðlakeppninni. Íslenska landsliðið er að mæta Ungverjum í fyrsta sinn og þá er þetta einnig fyrsti leikur kvennalandsliðsins frá upphafi sem [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39155[v-]fer fram í nóvember[slod-]. Íslensku stelpurnar eru einnig að mæta í fyrsta sinn [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39145[v-]þjóð sem hefur unnið verðlaun[slod-] á Evrópumóti en ungverska kvennalandsliðið hefur unnið sjö verðlaun á EM (2 silfur og 5 brons) Fyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur vantar líka aðeins eitt stig til að verða fyrsta íslenska konan til að skora þúsund stig fyrir A-landslið kvenna. Helena [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39151[v-]þekkir vel til alls í Miskolc[slod-] enda spilaði hún þar í eitt tímabil, spilaði fyrir ungverska landsliðsþjálfarann í eitt tímabil og fjórar af leikmönnum ungverska liðsins hafa verið samherjar hennar. Það eru forföll hjá íslenska landsliðinu sem þarf að spila [v+]http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=39142[v-]án þriggja lykilmanna[slod-] sem eru uppteknar með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Allar þrjár eru að spila með háskólaliðum sínum í dag.