21 nóv. 2015Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er þegar búin að komast yfir hundrað stiga múrinn í landsleikjum ársins 2015. Helena heldur því áfram að bæta við metið sitt en þetta fimmta landsliðsárið þar sem að hún skorað 100 stig eða meira fyrir A-landsliðið. Helena hefur spilað alla sex landsleiki ársins til þessa og hún hefur skorað í þeim 110 stig eða 18,3 stig að meðaltali í leik. Helena skoraði líka yfir hundrað stig árin 2004, 2008, 2009 og 2014. Anna María Sveinsdóttir var bæði fyrst til að skora yfir hundrað stig á einu landsliðsári (1989) sem og ná því í annað sinn (1996). Helena jafnaði met Önnu Maríu árið 2008 og bætti það síðan árið eftir. Hún hefur síðan skorað yfir hundrað stig undanfarin tvö ár. Helena vantar talsvert upp á það að jafna stigamet sitt á einu ári en landsliðsárið 2008 skoraði hún 185 stig í 9 landsleikjum eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Það setur samt þetta afrek í visst samhengi að aðeins þrír aðrir leikmenn íslenska landsliðshópsins fyrir Evrópuleikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu hafa náð að skora hundrað stig á öllum landsliðsferli sínum. Flest ár með 100 stig eða meira fyrir íslenska kvennalandsliðið: Helena Sverrisdóttir 5 Anna María Sveinsdóttir 2 Birna Valgarðsdóttir 2 Alda Leif Jónsdóttur 1 Björg Hafsteinsdóttir 1 Erla Þorsteinsdóttir 1 Hildur Sigurðardóttir 1 Signý Hermannsdóttir 1
Fimmta hundrað stiga ár Helenu með íslenska landsliðinu
21 nóv. 2015Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er þegar búin að komast yfir hundrað stiga múrinn í landsleikjum ársins 2015. Helena heldur því áfram að bæta við metið sitt en þetta fimmta landsliðsárið þar sem að hún skorað 100 stig eða meira fyrir A-landsliðið. Helena hefur spilað alla sex landsleiki ársins til þessa og hún hefur skorað í þeim 110 stig eða 18,3 stig að meðaltali í leik. Helena skoraði líka yfir hundrað stig árin 2004, 2008, 2009 og 2014. Anna María Sveinsdóttir var bæði fyrst til að skora yfir hundrað stig á einu landsliðsári (1989) sem og ná því í annað sinn (1996). Helena jafnaði met Önnu Maríu árið 2008 og bætti það síðan árið eftir. Hún hefur síðan skorað yfir hundrað stig undanfarin tvö ár. Helena vantar talsvert upp á það að jafna stigamet sitt á einu ári en landsliðsárið 2008 skoraði hún 185 stig í 9 landsleikjum eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Það setur samt þetta afrek í visst samhengi að aðeins þrír aðrir leikmenn íslenska landsliðshópsins fyrir Evrópuleikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu hafa náð að skora hundrað stig á öllum landsliðsferli sínum. Flest ár með 100 stig eða meira fyrir íslenska kvennalandsliðið: Helena Sverrisdóttir 5 Anna María Sveinsdóttir 2 Birna Valgarðsdóttir 2 Alda Leif Jónsdóttur 1 Björg Hafsteinsdóttir 1 Erla Þorsteinsdóttir 1 Hildur Sigurðardóttir 1 Signý Hermannsdóttir 1