21 nóv. 2015Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 22 stigum á móti Ungverjalandi í kvöld, 72-50, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017. Ungverska liðið var númeri of stórt í þessum leik en íslenska liðið barðist vel allt til enda og stríddi aðeins heimastúlkum með tveimur mjög góðum spilaköflum í seinni hálfleiknum. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel og komust meðal annars í 14-7 en þær lentu síðan á vegg á móti stórum og stæðilegum Ungverjum sem nýttu sér vel hæðamuninn inn í teig. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta og niður í tólf stig í þeim fjórða á mikilli baráttu og eljusemi en heimastúlkur fóru að hitta fyrir utan á lokasprettinum sem skilaði þeim 22 stiga sigri. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 16 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hún skoraði þúsundasta stigið sitt fyrir íslenska kvennalandsliðið í upphafi leiksins. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir gáfu ekkert eftir í baráttunni og voru saman með 22 stig og 9 fráköst. Gunnhildur skoraði 12 stig og Pálína var með 10 stig. Það er hægt að sjá alla tölfræðin úr leiknum með því að [v+]http://www.fibaeurope.com/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2017.roundID_11853.gameID_11853-E-1-1.html[v-]smella hér[slod-]. Stóru leikmenn íslenska liðsins, þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, lentu í villuvandræðum strax í upphafi leiks og munaði miklu um það. Yngsti leikmaður liðsins, Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir, fékk því nóg að gera í kvöld í sínunm fyrsta keppnisleik og var meðal annars frákastahæst í íslenska liðinu með 9 fráköst. Fyrrum liðsfélagi Helenu Sverrisdóttur hjá Good Angels Kosic var íslenska liðinu erfið í kvöld en Tijana Krivacevic var með 27 stig og 64 prósent skotnýtingu í kvöld. Leikurinn snérist um miðjan fyrsta leikhluta þegar ungversku stelpurnar skiptu um gír og skoruðu 18 stig í röð. Þær breyttu stöðunni úr 14-7 fyrir Ísland í 25-14 fyrir Ungverjaland. Ungverska liðið var síðan sextán stigum yfir í hálfleik, 41-25. Íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær og ungversku stelpurnar enduðu þriðja leikhlutann á 10-0 spretti. Frábær 7-0 sprettur íslensku stelpnanna í fjórða leikhluta kom muninum niður í tólf stig, 60-48, og í framhaldinu fengu íslensku stelpurnar opin þriggja stiga skot til að minnka muninn enn frekar. Skotin duttu hinsvegar ekki og ungverska liðið náði að gefa aftur í og klára leikinn með því að vinna síðustu rúmu fjórar mínúturnar 12-2. Ungverjar komu því muninum upp í 22 stig í lokaleikhlutanum og munurinn var því óþarflega mikill í leikslok. Barátta íslensku stelpnanna sést ekki síst á fráköstunum en þær tóku tveimur fleiri sóknarfráköst en ungverska liðið. Þar fór Sandra Lind fremst í flokki en hún tók sex sóknafráköst eða fjórum meira en sú næsthæsta hjá báðum liðum. Íslenska liðið er nú á leiðinni heim á morgun og svo er heimaleikur framundan á móti Slóvakíu á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Slóvakía vann þrettán stiga sigur á Portúgal, 56-43, í hinum leik riðilsins. [v+]http://www.fibaeurope.com/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2017.roundID_11853.gameID_11853-E-2-1.html [v-]Tölfræðin úr þeim leik er hér[slod-]. Stig íslenska liðsins í kvöld: Helena Sverrisdóttir 16 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar Gunnhildur Gunnarsdóttir 12 stig, 4 fráköst, 3 stolnir Pálína Gunnlaugsdóttir 10 stig, 5 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6 stig, hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig Sandra Lind Þrastardóttir 1 stig, 9 fráköst þar af 6 í sókn Allar spiluðu í kvöld en þær Berglind Gunnarsdóttir (11 mínútur) og Bergþóra Holton Tómasdóttir (2 mínútur) voru að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
22 stiga tap hjá stelpunum í Ungverjalandi
21 nóv. 2015Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 22 stigum á móti Ungverjalandi í kvöld, 72-50, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017. Ungverska liðið var númeri of stórt í þessum leik en íslenska liðið barðist vel allt til enda og stríddi aðeins heimastúlkum með tveimur mjög góðum spilaköflum í seinni hálfleiknum. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel og komust meðal annars í 14-7 en þær lentu síðan á vegg á móti stórum og stæðilegum Ungverjum sem nýttu sér vel hæðamuninn inn í teig. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta og niður í tólf stig í þeim fjórða á mikilli baráttu og eljusemi en heimastúlkur fóru að hitta fyrir utan á lokasprettinum sem skilaði þeim 22 stiga sigri. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 16 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hún skoraði þúsundasta stigið sitt fyrir íslenska kvennalandsliðið í upphafi leiksins. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir gáfu ekkert eftir í baráttunni og voru saman með 22 stig og 9 fráköst. Gunnhildur skoraði 12 stig og Pálína var með 10 stig. Það er hægt að sjá alla tölfræðin úr leiknum með því að [v+]http://www.fibaeurope.com/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2017.roundID_11853.gameID_11853-E-1-1.html[v-]smella hér[slod-]. Stóru leikmenn íslenska liðsins, þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, lentu í villuvandræðum strax í upphafi leiks og munaði miklu um það. Yngsti leikmaður liðsins, Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir, fékk því nóg að gera í kvöld í sínunm fyrsta keppnisleik og var meðal annars frákastahæst í íslenska liðinu með 9 fráköst. Fyrrum liðsfélagi Helenu Sverrisdóttur hjá Good Angels Kosic var íslenska liðinu erfið í kvöld en Tijana Krivacevic var með 27 stig og 64 prósent skotnýtingu í kvöld. Leikurinn snérist um miðjan fyrsta leikhluta þegar ungversku stelpurnar skiptu um gír og skoruðu 18 stig í röð. Þær breyttu stöðunni úr 14-7 fyrir Ísland í 25-14 fyrir Ungverjaland. Ungverska liðið var síðan sextán stigum yfir í hálfleik, 41-25. Íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær og ungversku stelpurnar enduðu þriðja leikhlutann á 10-0 spretti. Frábær 7-0 sprettur íslensku stelpnanna í fjórða leikhluta kom muninum niður í tólf stig, 60-48, og í framhaldinu fengu íslensku stelpurnar opin þriggja stiga skot til að minnka muninn enn frekar. Skotin duttu hinsvegar ekki og ungverska liðið náði að gefa aftur í og klára leikinn með því að vinna síðustu rúmu fjórar mínúturnar 12-2. Ungverjar komu því muninum upp í 22 stig í lokaleikhlutanum og munurinn var því óþarflega mikill í leikslok. Barátta íslensku stelpnanna sést ekki síst á fráköstunum en þær tóku tveimur fleiri sóknarfráköst en ungverska liðið. Þar fór Sandra Lind fremst í flokki en hún tók sex sóknafráköst eða fjórum meira en sú næsthæsta hjá báðum liðum. Íslenska liðið er nú á leiðinni heim á morgun og svo er heimaleikur framundan á móti Slóvakíu á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Slóvakía vann þrettán stiga sigur á Portúgal, 56-43, í hinum leik riðilsins. [v+]http://www.fibaeurope.com/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2017.roundID_11853.gameID_11853-E-2-1.html [v-]Tölfræðin úr þeim leik er hér[slod-]. Stig íslenska liðsins í kvöld: Helena Sverrisdóttir 16 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar Gunnhildur Gunnarsdóttir 12 stig, 4 fráköst, 3 stolnir Pálína Gunnlaugsdóttir 10 stig, 5 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6 stig, hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig Sandra Lind Þrastardóttir 1 stig, 9 fráköst þar af 6 í sókn Allar spiluðu í kvöld en þær Berglind Gunnarsdóttir (11 mínútur) og Bergþóra Holton Tómasdóttir (2 mínútur) voru að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.