17 nóv. 2015Mótherjum íslenska kvennalandsliðið fjölgar um tvo þegar íslenska liðið hefur leik í undankeppni Evrópumótsins 2017 í nóvember en framundan eru fyrstu leikir E-riðils undankeppninnar. Íslensku stelpurnar mæta þá Ungverjalandi á útivelli og Slóvakíu á heimavelli. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei áður mætt þessum tveimur þjóðum. Fyrri leikurinn er út í Ungverjalandi og verða Ungverjar 24. þjóðin sem A-landslið Íslands reynir sig á móti og þar af leiðandi verða Slóvakar 25. þjóðin sem kvennaliðið mætir. Íslenska landsliðið hefur spilað flesta leiki við Lúxemborg eða 21. Liðið hefur síðan spilað fimmtán sinnum við Kýpur og fjórtán sinnum við Möltu en íslensku stelpurnar mæta þessum þjóðum reglulega á Smáþjóðaleikunum. Það eru liðin sjö ár síðan að fjölgaði síðast í hópnum en það var þegar íslensku stelpurnar mættu Svartfjallalandi í síðustu Evrópukeppni sinni á árunum 2008 til 2009. Skotar og Aserar höfðu bæst í hópinn fjórum árum fyrr þegar íslenska landsliði tók þátt í Promotion Cup í Andorra sumarið 2004. Þetta verða jafnframt í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið mætir þjóð sem hefur unnið verðlaun á Evrópumóti. Ungverjar hafa unnið sjö verðlaun á EM (2 silfur og 5 brons) en Slóvakar hafa unnið tvö (eitt silfur og eitt brons). Ísland mætti Tyrklandi í einum leik árið 1991 en þá voru Tyrkir ekki búnir að vinna verðlaun á Evrópumótinu. Þau komu ekki fyrr en á síðustu árum en Tyrkland vann silfur á EM 2011 og brons á EM tveimur árum síðar. Fjöldi leikja íslenska kvennalandsliðsins á móti þjóðum: Lúxemborg · 21 Kýpur · 15 Malta · 14 Noregur · 12 Danmörk · 11 Írland  · 10 England · 9 Finnland · 7 Svíþjóð  · 7 Holland · 6 Austurríki · 5 Andorra  · 4 Sviss · 4 Albanía · 3 Eistland · 3 Gíbraltar · 3 Slóvenía · 3 Wales · 3 Mónakó · 2 Skotland · 2 Svartfjallaland  · 2 Aserbaijan  · 1 Tyrkland  · 1