6 nóv. 2015Næst komandi helgi, 7. og 8. nóvember, er fjölliðamót í DHL höllinni. Þar munu ungir og efnilegir drengir í 7. flokki stíga inn á parketið og leika listir sínar. KRTV ætlar að sýna beint frá öllu mótinu og taka upp leikina sem verða aðgengilegir á nýrri og glæsilegri heimasíðu þeirra KRTV.is. Hægt er að kaupa dagspassa eða mánaðarpassa á KRTV síðunni. Verð á báðum pössunum er stillt í hóf, dagpassinn er á 290 kr. og mánaðarpassinn á 420 kr. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við á síðuna og horfa á ungviðið stíga sín fyrstu skref um helgina. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: Laugardagur 13:00 Haukar vs. Valur 14:00 KR vs. Breiðablik 15:00 Sindri vs. Valur 16:00 Haukar vs. Breiðablik 17:00 KR vs. Sindri