6 nóv. 2015
Í kvöld verður nóg um að vera í Domino's deildum karla og kvenna og á Stöð 2 Sport. Haukar verða með tvíhöfða karla og kvenna í Schenkerhöllinni og á Stöð 2 Sport verður Höttur-KR hjá körlum sýndur í beinni útsendingu frá Egilsstöðum. Kl. 22:00 verður svo Körfuboltakvöld á dagskránni þar sem farið verður yfir alla leiki umferðarinnar. Domino's deild karla Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla: Höttur-KR · Sýndur í beinni á Stöð 2 Sport Þór Þ.-ÍR kl. 19:15 Haukar-FSu kl. 20:00 Domino's deild kvenna Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild kvenna: Haukar-Hamar kl. 18:00 Snæfell-Valur kl. 19:15 Allir leikir kvöldsins í lifandi tölfræði á kki.is.