3 nóv. 2015
Í dag, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12.15, verður dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Poweradebikarnum. Það verða þau Hildur Sigurðardóttir, fyrrum landsliðskona og leikmaður, og Gunnar Lár Gunnarsson, frá Powerade, sem munu draga liðin úr skálinni góðu. Drættinum verða gerð skil beint á Twitter @kkikarfa með merkjunum #korfubolti og #poweradebikarinn