28 okt. 2015
Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild kvenna. Haukar og Grindavík mætast í kvöld í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Um sannkallaðan toppslag er að ræða þar sem bæði lið eru taplaus í ár, hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Leikurinn verður í beinni á netinu á [v+]http://tv.haukar.is [v-]tv.haukar.is[slod-]. Stjarnan og Valur mætast í Ásgarði í Garðabæ en heimastúlkur hafa unnið einn leik og tapað þrem en Valur hefur unnið tvo leiki af fyrstu þrem. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15 og verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.