9 okt. 2015Á morgun hefst Íslandsmót minnibolta 11 ára stúlkna en þá fer fram fyrsta umferð mótsins. Keppt verður eftir nýju keppnisfyrirkomulagi sem var samþykkt s.l. voru á Körfuknattleiksþingi. Í grófum dráttum snúast breytingarnar um að fækka leikmönnum í liðum og þ.a.l. fjölgar liðum sem keppa á mótinu. Þetta hefur haft þá breytingu með í för að flest félög tefla fram fleiri en einu liði. Þessi aukning liða þýðir að riðlum fjölgar og fer því allt mótið fram á einum stað. Að þessu sinni verður leikið á Flúðum í umsjón Hrunamanna. 25 lið eru skráð til leiks frá 12 félögum.