6 okt. 2015Á laugardaginn lauk fyrri hluta þess að fá úr því skorið hvaða 12 lið munu taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Nú hafa sjö lið karla og fimm lið kvenna tryggt sér sæti á leikunum og framundan eru mót sem skera úr hvaða lið fylgja þeim næsta sumar. Frá 11. júní til og með 3. október í ár léku alls 68 karlalið og 50 kvennalið frá öllum fimm FIBA samböndunum, Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og Eyjaálfu, í sínum álfukeppnum og kepptu um laus sæti á leikunum í Brasilíu. KARLAR - Lönd sem hafa tryggt sér sæti: Afríka: Nígería Ameríka: Venesúela og Argentína Asía: Kína Evrópa: Spánn og Litháen Eyjaálfa: Ástralía Auk þessara liða munu Bandaríkin taka þátt sem heimsmeistarar 2014 og Brasilía sem gestgjafar. KONUR - Lönd sem hafa tryggt sér sæti: Afríka: Senegal Ameríka: Kanada Asía: Japan Evrópa: Serbía Eyjaálfa: Ástralía Úrtökumót FIBA fyrir ÓL0216 Fimmtán karlalið og tólf kvennalið sem náðu ekki að tryggja sig á Ólympíuleikana fá annað tækifæri í gegnunum úrtökumót FIBA (FIBA Olympic Qualifying Tournaments (OQTs). Þau eru frá viðkomandi álfum: KARLAR Afríka: Angóla, Túnis og Senegal Ameríka: Kanada, Mexikó og Púertó Ríkó Asía: Filipseyjar, Íran og Japan Evrópa: Frakkland, Serbía, Grikkland, Ítalía, Tékkland Eyjaálfa: Nýja Sjáland Auk þessara 15 liða mun FIBA þrjú lönd sem gestgjafalönd fá að taka þátt og verður liðunum skipt upp í 3 mót með 6 liðum þar sem sigurvegarinn fer beint á ÓL2016. KONUR Afríka: Kamerún, Nígería Ameríka: Kúba, Argentína, Venesúela Asía: Kína, Suður-Kórea Evrópa: Frakkland, Spánn, Hvíta-Rússland og Tyrkland Eyjaálfa: Nýja Sjáland Þessi lið munu keppa á einu 12-liða móti þar sem topp fimm komast á ÓL2016 en eitt þessara landa mun halda mótið.
ÓL2016 · Löndin sem hafa tryggt sér sæti
6 okt. 2015Á laugardaginn lauk fyrri hluta þess að fá úr því skorið hvaða 12 lið munu taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Nú hafa sjö lið karla og fimm lið kvenna tryggt sér sæti á leikunum og framundan eru mót sem skera úr hvaða lið fylgja þeim næsta sumar. Frá 11. júní til og með 3. október í ár léku alls 68 karlalið og 50 kvennalið frá öllum fimm FIBA samböndunum, Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og Eyjaálfu, í sínum álfukeppnum og kepptu um laus sæti á leikunum í Brasilíu. KARLAR - Lönd sem hafa tryggt sér sæti: Afríka: Nígería Ameríka: Venesúela og Argentína Asía: Kína Evrópa: Spánn og Litháen Eyjaálfa: Ástralía Auk þessara liða munu Bandaríkin taka þátt sem heimsmeistarar 2014 og Brasilía sem gestgjafar. KONUR - Lönd sem hafa tryggt sér sæti: Afríka: Senegal Ameríka: Kanada Asía: Japan Evrópa: Serbía Eyjaálfa: Ástralía Úrtökumót FIBA fyrir ÓL0216 Fimmtán karlalið og tólf kvennalið sem náðu ekki að tryggja sig á Ólympíuleikana fá annað tækifæri í gegnunum úrtökumót FIBA (FIBA Olympic Qualifying Tournaments (OQTs). Þau eru frá viðkomandi álfum: KARLAR Afríka: Angóla, Túnis og Senegal Ameríka: Kanada, Mexikó og Púertó Ríkó Asía: Filipseyjar, Íran og Japan Evrópa: Frakkland, Serbía, Grikkland, Ítalía, Tékkland Eyjaálfa: Nýja Sjáland Auk þessara 15 liða mun FIBA þrjú lönd sem gestgjafalönd fá að taka þátt og verður liðunum skipt upp í 3 mót með 6 liðum þar sem sigurvegarinn fer beint á ÓL2016. KONUR Afríka: Kamerún, Nígería Ameríka: Kúba, Argentína, Venesúela Asía: Kína, Suður-Kórea Evrópa: Frakkland, Spánn, Hvíta-Rússland og Tyrkland Eyjaálfa: Nýja Sjáland Þessi lið munu keppa á einu 12-liða móti þar sem topp fimm komast á ÓL2016 en eitt þessara landa mun halda mótið.