28 sep. 2015Nú í kvöld skýrðist hvaða lið kepptu til undanúrslita í Lengjubikar kvenna eða hinna fjögurra fræknu. Að lokinni riðlakeppninni verða það Haukar, Grindavík, Keflavík og Valur sem leika til undanúrslita. En leikið verður á Sauðárkróki á fimmtudag. Undanúrslit: Fimmtudagur 1. október · Sauðárkrókur Kl. 18:15 - Keflavík-Valur Kl. 20.30 - Haukar-Grindavík Úrslitaleikur: Laugardagur 3. október · Sauðárkrókur Kl. 14:00 - Sigurvegarar undanúrslitanna Riðlakeppnin fór fram í þremur riðlum og fóru sigurvegarar hvers riðils áfram ásamt besta öðru sætinu. Til að finna út hvaða lið var besta annað sætið var notast við mesta stigamuninn úr riðlakeppninni. Var það lið Vals sem var með besta árangurinn í öðru sæti og fer liðið því áfram. Í undanúrslitum raðast liðin þannig að liðið með besta árangurinn mætir liðinu með lakasta árangurinn. Haukar voru með besta árangurinn og Valur þann lakasta. Þar sem þessi lið voru saman í riðlakeppninni mætast þau ekki í undanúrslitum. Þ.a.l. mæta Haukar liðinu með næsta lakasta árangurinn og það er Grindavík. Undanúrslitin verða því Haukar-Grindavík og Keflavík-Valur. Útreikningar: 1 Haukar 3-0 sigur/tap - 98 stig í plús 2 Keflavík 3-0 sigur/tap - 97 stig í plús 3 Grindavík 3-0 sigur/tap - 87 stig í plús 4 Valur 2-1 sigur/tap - 90 stig í plús
Lengjubikar kvenna 2015: Hin fjögur fræknu
28 sep. 2015Nú í kvöld skýrðist hvaða lið kepptu til undanúrslita í Lengjubikar kvenna eða hinna fjögurra fræknu. Að lokinni riðlakeppninni verða það Haukar, Grindavík, Keflavík og Valur sem leika til undanúrslita. En leikið verður á Sauðárkróki á fimmtudag. Undanúrslit: Fimmtudagur 1. október · Sauðárkrókur Kl. 18:15 - Keflavík-Valur Kl. 20.30 - Haukar-Grindavík Úrslitaleikur: Laugardagur 3. október · Sauðárkrókur Kl. 14:00 - Sigurvegarar undanúrslitanna Riðlakeppnin fór fram í þremur riðlum og fóru sigurvegarar hvers riðils áfram ásamt besta öðru sætinu. Til að finna út hvaða lið var besta annað sætið var notast við mesta stigamuninn úr riðlakeppninni. Var það lið Vals sem var með besta árangurinn í öðru sæti og fer liðið því áfram. Í undanúrslitum raðast liðin þannig að liðið með besta árangurinn mætir liðinu með lakasta árangurinn. Haukar voru með besta árangurinn og Valur þann lakasta. Þar sem þessi lið voru saman í riðlakeppninni mætast þau ekki í undanúrslitum. Þ.a.l. mæta Haukar liðinu með næsta lakasta árangurinn og það er Grindavík. Undanúrslitin verða því Haukar-Grindavík og Keflavík-Valur. Útreikningar: 1 Haukar 3-0 sigur/tap - 98 stig í plús 2 Keflavík 3-0 sigur/tap - 97 stig í plús 3 Grindavík 3-0 sigur/tap - 87 stig í plús 4 Valur 2-1 sigur/tap - 90 stig í plús