11 sep. 2015 Ísland lék í gær lokaleik sinn á EuroBasket 2015 gegn Tyrklandi. Leikurinn var frábær skemmtun og endaði á því að fara í framlengingu en staðan var 97:97 eftir venjulegan leiktíma. Þegar yfirlauk var staðan [v+]http://www.eurobasket2015.org/en/compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2015.roundID_9322.gameID_9323-B-13-5.html [v-]101:111[slod-] fyrir Tyrklandi. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur með 22 stig, Haukur Helgi Pálsson var með 18 stig og Logi Gunnarsson var með 16 stig. KKÍ vill þakka öllum sem komu að liðinu í undirbúningnum fyrir mót sem og á meðan EM stóð og ekki síst öllum íslensku aðdáendunum sem studdu svo sannarlega vel við bakið á liðinu allan tímann hér í Berlín. Það skipti okkar leikmenn miklu máli og hafði sitt að segja. Það er sama hvert forsvarsmenn sambandsins hafa komið, allir hafa hrifist af baráttu og spilamennsku okkar stráka og eiga vart orði fyrir stuðningsmönnunum. Hægt er að sjá myndbönd frá gærdeginum á facebook-síðu KKÍ og söng okkar stuðningsmanna í leikslok sem var frábær stund í Mercedes Benz Arena í lok mótsins. Takk fyrir okkur, áfram Ísland! Samantekt frá leiknum
EuroBasket 2015 lokið · Tap í framlengingu í lokaleiknum
11 sep. 2015 Ísland lék í gær lokaleik sinn á EuroBasket 2015 gegn Tyrklandi. Leikurinn var frábær skemmtun og endaði á því að fara í framlengingu en staðan var 97:97 eftir venjulegan leiktíma. Þegar yfirlauk var staðan [v+]http://www.eurobasket2015.org/en/compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2015.roundID_9322.gameID_9323-B-13-5.html [v-]101:111[slod-] fyrir Tyrklandi. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur með 22 stig, Haukur Helgi Pálsson var með 18 stig og Logi Gunnarsson var með 16 stig. KKÍ vill þakka öllum sem komu að liðinu í undirbúningnum fyrir mót sem og á meðan EM stóð og ekki síst öllum íslensku aðdáendunum sem studdu svo sannarlega vel við bakið á liðinu allan tímann hér í Berlín. Það skipti okkar leikmenn miklu máli og hafði sitt að segja. Það er sama hvert forsvarsmenn sambandsins hafa komið, allir hafa hrifist af baráttu og spilamennsku okkar stráka og eiga vart orði fyrir stuðningsmönnunum. Hægt er að sjá myndbönd frá gærdeginum á facebook-síðu KKÍ og söng okkar stuðningsmanna í leikslok sem var frábær stund í Mercedes Benz Arena í lok mótsins. Takk fyrir okkur, áfram Ísland! Samantekt frá leiknum