8 sep. 2015 Í dag heldur keppni áfram á EM í körfuknattleik í B-riðli í Berlín eftir frídag hjá liðunum í gær. Framundan er viðureign silfurliðs Serbíu frá HM í fyrrasumar gegn okkar drengjum kl. 12:30 að íslenskum tíma eða kl. 14:30 í Þýskalandi. Okkar drengir fengu kærkomna hvíld í gær og eru klárir í slaginn í dag. Fjölmargir stuðningsmenn Íslands eru staddir í Berlín og styðja rækilega við bakið á okkar drengjum. Þeir munu sem áður hittast á Urban Spree rétt við leikvanginn fyrir leik. Fulltrúi Errea stefnir á að mæta fyrir leik með nýja sendingu af íslensku landsliðstreyjunni sem verða til sölu fyrir leik. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD og verður hitað upp fyrir leik í EM-stofu fyrir leikinn í dag. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum keppninnar á vef FIBA Europe og vef keppninnar [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-] og einnig allar upplýsingar um liðin og leikmenninna. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: íslenskir leiktímar (á staðartíma í sviga): 08.09.2015 - SERBÍA Þriðjudagur kl. 12:30 (14:30 í Þýskalandi) 09.09.2015 - SPÁNN Miðvikudagur kl. 19:00 (21:00 í Þýskalandi) 10.09.2015 - TYRKLAND Fimtudagur kl. 19.00 (21:00 í Þýskalandi)
EuroBasket 2015 · SERBÍA-ÍSLAND
8 sep. 2015 Í dag heldur keppni áfram á EM í körfuknattleik í B-riðli í Berlín eftir frídag hjá liðunum í gær. Framundan er viðureign silfurliðs Serbíu frá HM í fyrrasumar gegn okkar drengjum kl. 12:30 að íslenskum tíma eða kl. 14:30 í Þýskalandi. Okkar drengir fengu kærkomna hvíld í gær og eru klárir í slaginn í dag. Fjölmargir stuðningsmenn Íslands eru staddir í Berlín og styðja rækilega við bakið á okkar drengjum. Þeir munu sem áður hittast á Urban Spree rétt við leikvanginn fyrir leik. Fulltrúi Errea stefnir á að mæta fyrir leik með nýja sendingu af íslensku landsliðstreyjunni sem verða til sölu fyrir leik. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD og verður hitað upp fyrir leik í EM-stofu fyrir leikinn í dag. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum keppninnar á vef FIBA Europe og vef keppninnar [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-] og einnig allar upplýsingar um liðin og leikmenninna. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: íslenskir leiktímar (á staðartíma í sviga): 08.09.2015 - SERBÍA Þriðjudagur kl. 12:30 (14:30 í Þýskalandi) 09.09.2015 - SPÁNN Miðvikudagur kl. 19:00 (21:00 í Þýskalandi) 10.09.2015 - TYRKLAND Fimtudagur kl. 19.00 (21:00 í Þýskalandi)