5 sep. 2015 Í dag er komið að stóru stundinni sem allir hafa beðið eftir þegar EuroBasket 2015 hefst með opnunarleik Þýskalands og Íslands. Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að þýzkum tíma eða kl. 13:00 heima á Íslandi. Þátttaka Íslands í mótinu hefur vakið mikla athygli og furðu að 330.000 manna þjóð nái inn á stórmót í svo stórri grein sem körfuknattleikur er í heiminum og strákarnir okkar ætla að sýna hvers vegna þeir eru komnir þetta langt, þeir eru tilbúnir í slaginn og munu skilja allt eftir á gólfinu. Uppselt er fyrir löngu á leikinn og verða um 900 íslendingar í húsinu í dag af þeim rúmlega 14.000 manns sem þar verða. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD og verður hitað upp fyrir leik í EM-stofu fyrir leikinn. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum keppninnar á vef FIBA Europe og vef keppninnar [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-]. Hægt er að fylgjast með á samfélagsmiðlum FIBA sem og á #EuroBasket2015 á facebook og Twitter. Um Þýskaland. Stærsta stjarna Þýskalands er án efa Dirk Nowitzki sem hefur bæði orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks og verið valinn besti leikmaður NBA (MVP) árið 2007 og bestur í úrslitakeppninni 2011. Þá hefur hann verið valinn besti leikmaður Evrópu tvívegis. Hann stigahæsti núverandi erlendi leikmaður deildarinnar og í sjöunda sæti frá upphafi. Auk hans leika í NBA Dennis Schroder (Atlanta Hawks). Aðrir leikmenn leika með stórum klúbbum víða um heiminn. Hægt er að skoða lið andstæðinganna hér á vef FIBA Europe [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-] sem og allt um íslenska liðið. Dagskráin mótsins er eftirfarandi: íslenskir leiktímar og á staðartíma í sviga: 05.09.2015 - Þýskaland Laugardagur kl. 13:00 (15:00 í Þýskalandi) 06.09.2015 - ÍTALÍA Sunnudagur kl. 16:00 (18:00 í Þýskaland) 08.09.2015 - SERBÍA Þriðjudagur kl. 12:30 (14:30 í Þýskaland) 09.09.2015 - SPÁNN Miðvikudagur kl. 19:00 (21:00 í Þýskaland) 10.09.2015 - TYRKLAND Fimtudagur kl. 19.00 (21:00 í Þýskaland)
Stóra stundin runnin upp · EM hefst í dag
5 sep. 2015 Í dag er komið að stóru stundinni sem allir hafa beðið eftir þegar EuroBasket 2015 hefst með opnunarleik Þýskalands og Íslands. Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að þýzkum tíma eða kl. 13:00 heima á Íslandi. Þátttaka Íslands í mótinu hefur vakið mikla athygli og furðu að 330.000 manna þjóð nái inn á stórmót í svo stórri grein sem körfuknattleikur er í heiminum og strákarnir okkar ætla að sýna hvers vegna þeir eru komnir þetta langt, þeir eru tilbúnir í slaginn og munu skilja allt eftir á gólfinu. Uppselt er fyrir löngu á leikinn og verða um 900 íslendingar í húsinu í dag af þeim rúmlega 14.000 manns sem þar verða. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD og verður hitað upp fyrir leik í EM-stofu fyrir leikinn. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum keppninnar á vef FIBA Europe og vef keppninnar [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-]. Hægt er að fylgjast með á samfélagsmiðlum FIBA sem og á #EuroBasket2015 á facebook og Twitter. Um Þýskaland. Stærsta stjarna Þýskalands er án efa Dirk Nowitzki sem hefur bæði orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks og verið valinn besti leikmaður NBA (MVP) árið 2007 og bestur í úrslitakeppninni 2011. Þá hefur hann verið valinn besti leikmaður Evrópu tvívegis. Hann stigahæsti núverandi erlendi leikmaður deildarinnar og í sjöunda sæti frá upphafi. Auk hans leika í NBA Dennis Schroder (Atlanta Hawks). Aðrir leikmenn leika með stórum klúbbum víða um heiminn. Hægt er að skoða lið andstæðinganna hér á vef FIBA Europe [v+]http://eurobasket2015.org [v-]eurobasket2015.org[slod-] sem og allt um íslenska liðið. Dagskráin mótsins er eftirfarandi: íslenskir leiktímar og á staðartíma í sviga: 05.09.2015 - Þýskaland Laugardagur kl. 13:00 (15:00 í Þýskalandi) 06.09.2015 - ÍTALÍA Sunnudagur kl. 16:00 (18:00 í Þýskaland) 08.09.2015 - SERBÍA Þriðjudagur kl. 12:30 (14:30 í Þýskaland) 09.09.2015 - SPÁNN Miðvikudagur kl. 19:00 (21:00 í Þýskaland) 10.09.2015 - TYRKLAND Fimtudagur kl. 19.00 (21:00 í Þýskaland)