4 sep. 2015Það er ýmislegt sem menn dunda sér við þegar þeir eru langdvölum að heiman eins og strákarnir okkar hafa verið núna undanfarið. Hópurinn þéttist og kynnist og menn hafa ofan fyrir hver öðrum. Ein dægrastytting sem íslenski hópurinn hefur stundað undanfarið er að setja saman vísur, hver um annan og eiga menn að giska um hvern er ort. Upp úr þessu kom líka eitthvað sem má frekar kalla ljóð en vísur, ort í anda gömlu þjóðskáldanna og eins og höfundurinn, Axel Kárason, sagði sjálfur, ort í anda Davíðs Stefánssonar. Honum þótti kveðskapur hinna hálfgerður leir og frekar í anda sveitunga hans, Bólu-Hjálmars, sem þótti biturt skáld. Ljóð Axels sem hefur ekki fengið nafn er baráttuóður til íslensku leikmannanna sem munu stíga á stóra sviðið í Berlín. Leggja nú á lífsins öldur, ljós í brjóstum þeirra skína. Eru landsins sverð og skjöldur, sterkir duginn ávallt sýna. Smæstir standa meðal þjóða, sameinaðir þó halda vörð. Því tryggð og trú við allt það góða, tendrar elda um alla jörð. Með vilja og von seglin reisa, vindar blása strax í nausti. Einn og allir festar leysa, á þessu litla fagra hausti. Mót risum eigi bræður blikna, berjast, gleðjast, njóta nú. Kappar þessir aldrei kikna, keikir spyrja, hver ert þú?
Baráttukvæði íslenska landsliðsins
4 sep. 2015Það er ýmislegt sem menn dunda sér við þegar þeir eru langdvölum að heiman eins og strákarnir okkar hafa verið núna undanfarið. Hópurinn þéttist og kynnist og menn hafa ofan fyrir hver öðrum. Ein dægrastytting sem íslenski hópurinn hefur stundað undanfarið er að setja saman vísur, hver um annan og eiga menn að giska um hvern er ort. Upp úr þessu kom líka eitthvað sem má frekar kalla ljóð en vísur, ort í anda gömlu þjóðskáldanna og eins og höfundurinn, Axel Kárason, sagði sjálfur, ort í anda Davíðs Stefánssonar. Honum þótti kveðskapur hinna hálfgerður leir og frekar í anda sveitunga hans, Bólu-Hjálmars, sem þótti biturt skáld. Ljóð Axels sem hefur ekki fengið nafn er baráttuóður til íslensku leikmannanna sem munu stíga á stóra sviðið í Berlín. Leggja nú á lífsins öldur, ljós í brjóstum þeirra skína. Eru landsins sverð og skjöldur, sterkir duginn ávallt sýna. Smæstir standa meðal þjóða, sameinaðir þó halda vörð. Því tryggð og trú við allt það góða, tendrar elda um alla jörð. Með vilja og von seglin reisa, vindar blása strax í nausti. Einn og allir festar leysa, á þessu litla fagra hausti. Mót risum eigi bræður blikna, berjast, gleðjast, njóta nú. Kappar þessir aldrei kikna, keikir spyrja, hver ert þú?