29 ágú. 2015
Ísland lagði landslið Líbanon, í fyrsta landsleik þjóðanna, nú fyrr í kvöld 96:75. Íslenska liðið var sex stigum undir í hálfleik en gerði sér lítið fyrir og kom ákveðiði til leiks eftir hlé og vann næsta leikhluta 40:10 og sýndi liðið sitt rétta andlit. Eftirleikurinn var á sömu nótum og íslenskur sigur staðreynd. Martin Hermannsson skoraði 24 stig á 24 mínútum og Haukur Helgi Pálsson var með 23 stig. Jakob Sigurðarson var með 11 stig. Á morgun er lokaleikur okkar stráka á mótinu í Pólandi gegn EuroBasket liðið Belga og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. Á mánudeginn heldur svo liðið til Berlínar þar sem lokaundirbúningurinni fyrir EM hefst, en liðið verður við æfingar í Þýskalandi fram að móti. Lifsndi tölfræði er á: http://www.pzkosz.plt/ [v+]http://live.fibaeurope.com/www/Game.aspx?acc=5&gameID=70287&lng=pl [v-]Tölfræði leiksins: Ísland-Líbanon[slod-].