27 ágú. 2015Landslið karla í körfuknattleik ferðaðist í gær til Póllands þar sem liðið mun taka þátt í Poland Cup-mótinu næstu daga. Mótið er haldið í borginni Bydgoszcz og auk okkar og heimamanna munu Líbanon og Belgía taka þátt, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem við leikum landsleik gegn Líbanon. Líbanon hefur iðulega tekið þátt á HM í gegnum álfukeppnina í Asíu og eru verðugir andstæðingar. Í dag verður æft og svo slakað á og tekið því rólega. Í dag eiga tveir heiðursmenn afmæli í liðinu en það eru þeir félagar Ragnar Nathanaelsson og Helgi Már Magnússon sem eru 24 ára og 33 ára. KKÍ óskar þeim til hamingju með daginn! Upplýsingar um lifandi tölfræði og slíkt verður auglýst hér á síðunni og á facebook KKÍ á morgun þegar það liggur fyrir. Dagskráin er eftirfarandi (ísl. tími) 28. ágúst kl. 18.00 - Pólland-ÍSL 29. ágúst kl. 15.30 - ÍSL-Líbanon 30. ágúst kl. 13:30 - ÍSL-Belgía