25 ágú. 2015Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í dag á blaðamannafundinn þegar 12 manna hópurinn til Berlínar var kynntur. Kvaddi hann leikmenn og óskaði þeim velfarnaðar í Þýskalandi. Á sama tíma tilkynnti hann að Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að styrkja KKÍ um 7.5 milljónir króna vegna þátttöku A-liðs karla á Eurobasket. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það skipta Körfuknattleikssambandið gífurlega miklu máli að Ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja fé í karlalandsliðið. Þetta er viðurkenning á því mikla og öfluga starfi sem í gangi hjá Körfuknattleikssambandinu og ljóst að til að halda því öfluga starfi áfram þarf því að fjárfesta áfram í afreksstarfinu. Sjá tilkynningu [v+]http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/rikisstjornin-styrkir-kki [v-]Forsætisráðuneytisins[slod-].
Ríkisstjórnin styrkir KKÍ
25 ágú. 2015Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í dag á blaðamannafundinn þegar 12 manna hópurinn til Berlínar var kynntur. Kvaddi hann leikmenn og óskaði þeim velfarnaðar í Þýskalandi. Á sama tíma tilkynnti hann að Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að styrkja KKÍ um 7.5 milljónir króna vegna þátttöku A-liðs karla á Eurobasket. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það skipta Körfuknattleikssambandið gífurlega miklu máli að Ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja fé í karlalandsliðið. Þetta er viðurkenning á því mikla og öfluga starfi sem í gangi hjá Körfuknattleikssambandinu og ljóst að til að halda því öfluga starfi áfram þarf því að fjárfesta áfram í afreksstarfinu. Sjá tilkynningu [v+]http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/rikisstjornin-styrkir-kki [v-]Forsætisráðuneytisins[slod-].