21 ágú. 2015 Íslenska karlalandsliðið okkar sigraði nú rétt áðan lið Hollands en bæði lið leika á Toyota Four Nations Cup-mótinu í Tallinn í Eistlandi. Íslenska liðið byrjaði mun betur og lék af ákveðni í dag og hitti liðið mjög vel á köflum. Frábær vörn í fyrsta leikhluta lagði tóninn fyrir það sem koma skyldi því barátta var meðal beggja liða en góður körfubolti á báðum endum vallarins hjá íslenska liðinu. Jakob Sigurðarson var stigahæstur í dag með 20 stig og sótti 7 villur og hitti úr 9 af 10 vítum sínum. Logi Gunnarsson var með 16 stig. Framundan er lokaleikur mótsins hjá okkar liði á morgun gegn Filipseyjum kl. 14:30 en það mun vera í fyrsta sinn sem við leikum landsleik gegn þeim.
Sigur á Hollandi í baráttuleik
21 ágú. 2015 Íslenska karlalandsliðið okkar sigraði nú rétt áðan lið Hollands en bæði lið leika á Toyota Four Nations Cup-mótinu í Tallinn í Eistlandi. Íslenska liðið byrjaði mun betur og lék af ákveðni í dag og hitti liðið mjög vel á köflum. Frábær vörn í fyrsta leikhluta lagði tóninn fyrir það sem koma skyldi því barátta var meðal beggja liða en góður körfubolti á báðum endum vallarins hjá íslenska liðinu. Jakob Sigurðarson var stigahæstur í dag með 20 stig og sótti 7 villur og hitti úr 9 af 10 vítum sínum. Logi Gunnarsson var með 16 stig. Framundan er lokaleikur mótsins hjá okkar liði á morgun gegn Filipseyjum kl. 14:30 en það mun vera í fyrsta sinn sem við leikum landsleik gegn þeim.