12 ágú. 2015Íslensku strákarnir mættu vel stemmdir til leiks í dag og spiluðu grimma maður á mann vörn allar 40 mínúturnar í dag, þær skiluðu 60-69 sigri en í hálfleik var jafnt 33-33. Fyrirliðinn Gabríel Sindri Möller var stigahæstur með 18 stig þar af 14 í seinni hálfleik. Hákon Örn og Nökkvi Már voru svo næstir með 16 stig. Vörn Íslenska liðsins var fyrnasterk og náðu leikmenn að klippa út þeirra aðalmann með góðri vörn. Strax í upphafi náði liðið 10-23 forystu. Í lok fyrsta leikhluta urðu Hvít Rússar að koma sér inní leikinn með því að berja og halda. Þeir komust upp með það og hægði það á strákunum, jafnt og þétt minnkuðu Hvít Rússar forystu Íslands og jöfnuðu þeir leikinn með þrist um leið og lokaflautið gall. 33-33 í hálfleik. Hvít Rússar byrjuðu sterkt í þriðja leikhluta og komust í 44-40 sem var þeirra mesta forysta. Íslensku strákarnir börðust vel en þeir voru að tapa of mörgum boltum gegn pressuvörn Hvít Rússa. Frábær barátta liðsins skilaði þeim 48-50 forystu eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu Íslensku strákarnir 5 stiga forystu með góðum körfum frá Gabríel Sindra og Nökkva Má. Sigmar Jóhann var mjög traustur í vörninni og var að spila sinn besta leik ásamt Gabríel Sindra. Liðið í heild var öflugt og góð stemmning gerði liðinu kleift að klára leikinn og sigra. Lúxemborg sigruðu Makedóníu 70-67 þar sem lokaskot Makedóna fór framan á hringinn á lokasekúndunni. Þau úrslit þýða að Ísland og Lúxemborg spila um efsta sætið í J-riðli á morgun klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Lúxemborg tefla fram leikmanni sem er 209 cm að hæð og gnæfir yfir aðra leikmenn hérna á mótinu. Liðið hefur á að skipa sprækum strákum sem spila af miklum krafti. Strákarnir ætla sér efsta sætið. Í I-riðli leika Noregur, Rúmenía, Írland og Skotland [v+]http://u16men.fibaeurope.com/enDivB/compID_YUjW-7-FJ,kK9s431Lyr41.season_2015.roundID_11556.gameID_11560-J-2-1.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-]
Baráttusigur á Hvít Rússum í kaflaskiptum leik
12 ágú. 2015Íslensku strákarnir mættu vel stemmdir til leiks í dag og spiluðu grimma maður á mann vörn allar 40 mínúturnar í dag, þær skiluðu 60-69 sigri en í hálfleik var jafnt 33-33. Fyrirliðinn Gabríel Sindri Möller var stigahæstur með 18 stig þar af 14 í seinni hálfleik. Hákon Örn og Nökkvi Már voru svo næstir með 16 stig. Vörn Íslenska liðsins var fyrnasterk og náðu leikmenn að klippa út þeirra aðalmann með góðri vörn. Strax í upphafi náði liðið 10-23 forystu. Í lok fyrsta leikhluta urðu Hvít Rússar að koma sér inní leikinn með því að berja og halda. Þeir komust upp með það og hægði það á strákunum, jafnt og þétt minnkuðu Hvít Rússar forystu Íslands og jöfnuðu þeir leikinn með þrist um leið og lokaflautið gall. 33-33 í hálfleik. Hvít Rússar byrjuðu sterkt í þriðja leikhluta og komust í 44-40 sem var þeirra mesta forysta. Íslensku strákarnir börðust vel en þeir voru að tapa of mörgum boltum gegn pressuvörn Hvít Rússa. Frábær barátta liðsins skilaði þeim 48-50 forystu eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu Íslensku strákarnir 5 stiga forystu með góðum körfum frá Gabríel Sindra og Nökkva Má. Sigmar Jóhann var mjög traustur í vörninni og var að spila sinn besta leik ásamt Gabríel Sindra. Liðið í heild var öflugt og góð stemmning gerði liðinu kleift að klára leikinn og sigra. Lúxemborg sigruðu Makedóníu 70-67 þar sem lokaskot Makedóna fór framan á hringinn á lokasekúndunni. Þau úrslit þýða að Ísland og Lúxemborg spila um efsta sætið í J-riðli á morgun klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Lúxemborg tefla fram leikmanni sem er 209 cm að hæð og gnæfir yfir aðra leikmenn hérna á mótinu. Liðið hefur á að skipa sprækum strákum sem spila af miklum krafti. Strákarnir ætla sér efsta sætið. Í I-riðli leika Noregur, Rúmenía, Írland og Skotland [v+]http://u16men.fibaeurope.com/enDivB/compID_YUjW-7-FJ,kK9s431Lyr41.season_2015.roundID_11556.gameID_11560-J-2-1.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-]