12 ágú. 2015Ágúst Sigurður Björgvinsson er einn menntaðasti þjálfari landsins, Íþróttafræðingur og með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni Ágústs var að hanna menntakerfi fyrir körfuknattleiksþjálfara. Ágúst hefur einnig lokið FECC þjálfaranámi FIBA Europe, námi frá Euroleague ásamt öðru þjálfaranámi bæði frá Evrópu og Bandaríkjum. Ágúst hefur þjálfað yngri flokka síðan 1995, meistaraflokk frá 2002, yngri landslið og A-landslið KKÍ. Það er stefna KKÍ að í náinni framtíð þurfi allir þjálfarar að klára tiltekna menntun til að þjálfa á ákveðnum stigum með það markmið að auka gæði í þjálfun í körfuknattleik hér á landi. Allir sem eru að þjálfa og/eða ætla sér að þjálfa á næstu árum eru beðnir um að skila inn ferilskrám til að geta verið metnir inn í menntakerfið. Nefnd skipuð af KKÍ mun síðan fara yfir allar ferilskrár og meta núverandi þjálfara inn í menntakerfið. Þetta verður kynnt betur á næstu dögum. Markmið með þjálfaranámi KKÍ er að gefa þjálfurum tækifæri á að mennta sig í körfuboltafræðum og sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Nánar má sjá um þjálfaranámið [v+]http://www.kki.is/thjalfun.asp[v-] hér[slod-]. Næsta námskeið verður 1a helgina 28.-30. ágúst (föstudag til sunnudags). Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur. Skráning á námskeiðið fer fram á kki@kki.is
Ágúst Björgvinsson ráðinn til að stýra þjálfaramenntun KKÍ.
12 ágú. 2015Ágúst Sigurður Björgvinsson er einn menntaðasti þjálfari landsins, Íþróttafræðingur og með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni Ágústs var að hanna menntakerfi fyrir körfuknattleiksþjálfara. Ágúst hefur einnig lokið FECC þjálfaranámi FIBA Europe, námi frá Euroleague ásamt öðru þjálfaranámi bæði frá Evrópu og Bandaríkjum. Ágúst hefur þjálfað yngri flokka síðan 1995, meistaraflokk frá 2002, yngri landslið og A-landslið KKÍ. Það er stefna KKÍ að í náinni framtíð þurfi allir þjálfarar að klára tiltekna menntun til að þjálfa á ákveðnum stigum með það markmið að auka gæði í þjálfun í körfuknattleik hér á landi. Allir sem eru að þjálfa og/eða ætla sér að þjálfa á næstu árum eru beðnir um að skila inn ferilskrám til að geta verið metnir inn í menntakerfið. Nefnd skipuð af KKÍ mun síðan fara yfir allar ferilskrár og meta núverandi þjálfara inn í menntakerfið. Þetta verður kynnt betur á næstu dögum. Markmið með þjálfaranámi KKÍ er að gefa þjálfurum tækifæri á að mennta sig í körfuboltafræðum og sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Nánar má sjá um þjálfaranámið [v+]http://www.kki.is/thjalfun.asp[v-] hér[slod-]. Næsta námskeið verður 1a helgina 28.-30. ágúst (föstudag til sunnudags). Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur. Skráning á námskeiðið fer fram á kki@kki.is