11 ágú. 2015Á sunnudaginn spilaði U18 kvk sinn seinasta leik og var sá leikur gegn Albaníu. Leikurinn var spilaður kl.9:30 að morgni og það má eiginlega segja að íslensku stelpurnar hafi tekið sér fyrstu 25 mínútur leiksins til að vakna. Um miðjan þriðja leikhluta voru stelpunar farnar að spila að eðlilegri getu og öruggur tuttugu stiga sigur í höfn hjá stelpunum. Sylvía Hálfdánardóttir átti frábæran leik með 25 stig og 17 fráköst og þar af 11 sóknarfráköst. Elfa Falsdóttir skoraði 12 stig og öll úr þriggja stigaskotum ásamt því að taka 7 fráköst og Linda Róbertsdóttir skoraði 8 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Írena Jónsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir hvíldu báðar í leiknum vegna meiðslna. Stelpurnar enduðu í 17. sæti á mótinu og ljóst að framtíðin er björt fyrir þennan hóp þar sem 8 stelpur eru á yngra ári í liðinu. Stelpurnar voru nálægt því að vinna Rúmeníu og Danmörku sem enduðu í 6. og 8. sæti ásamt því að vera hársbreidd frá því að vinna Svíþjóð á NM í vor en Svíar enduðu í 4. sæti. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/compID_uHP8sHguJSYAvKyuMkarZ1.season_2015.roundID_10458.gameID_11356-I-5-3.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Upplýsingar um liðið á mótinu má finna [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/compID_uHP8sHguJSYAvKyuMkarZ1.season_2015.roundID_10458.teamID_300.html [v-]hér[slod-].
U18 - Sigur í seinasta leik
11 ágú. 2015Á sunnudaginn spilaði U18 kvk sinn seinasta leik og var sá leikur gegn Albaníu. Leikurinn var spilaður kl.9:30 að morgni og það má eiginlega segja að íslensku stelpurnar hafi tekið sér fyrstu 25 mínútur leiksins til að vakna. Um miðjan þriðja leikhluta voru stelpunar farnar að spila að eðlilegri getu og öruggur tuttugu stiga sigur í höfn hjá stelpunum. Sylvía Hálfdánardóttir átti frábæran leik með 25 stig og 17 fráköst og þar af 11 sóknarfráköst. Elfa Falsdóttir skoraði 12 stig og öll úr þriggja stigaskotum ásamt því að taka 7 fráköst og Linda Róbertsdóttir skoraði 8 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Írena Jónsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir hvíldu báðar í leiknum vegna meiðslna. Stelpurnar enduðu í 17. sæti á mótinu og ljóst að framtíðin er björt fyrir þennan hóp þar sem 8 stelpur eru á yngra ári í liðinu. Stelpurnar voru nálægt því að vinna Rúmeníu og Danmörku sem enduðu í 6. og 8. sæti ásamt því að vera hársbreidd frá því að vinna Svíþjóð á NM í vor en Svíar enduðu í 4. sæti. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/compID_uHP8sHguJSYAvKyuMkarZ1.season_2015.roundID_10458.gameID_11356-I-5-3.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Upplýsingar um liðið á mótinu má finna [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/compID_uHP8sHguJSYAvKyuMkarZ1.season_2015.roundID_10458.teamID_300.html [v-]hér[slod-].