10 ágú. 2015Í ár líkt og í fyrra geta þeir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu safnað áheitum fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla. Sjóðurinn sem var settur á laggirnar fyrir tveimiur árum hefur sannað tilverurétt sinn en um 50 börn og ungmenni hafa notið góðs af úthlutunum sjóðsins. Áheitasöfnun sjóðsins í Reykjavíkurmaraþoninu er ein helsta fjáröflun hans og gerir honum kleift að sinna markmiðum sínum sem er að styrkja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttastarfi sem þurfa á fjárhagsstuðningi að halda. Enn er hægt að skrá sig í maraþonið og þá um leið ákveðið að hlaupa fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla. Áheitasöfnun fyrir sjóðinn stendur yfir og hvetur KKÍ allt körfuboltafólk að styrkja sjóðinn í áheitasöfnuninni. Nánari upplýsingar má sjá [v+]https://www.facebook.com/events/444669599070242/[v-]Facebook[slod-] og á [v+]http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/4611131090[v-]hlaupastyrk.is[slod-].
Minningarsjóður Ölla – hlaupið til góðs
10 ágú. 2015Í ár líkt og í fyrra geta þeir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu safnað áheitum fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla. Sjóðurinn sem var settur á laggirnar fyrir tveimiur árum hefur sannað tilverurétt sinn en um 50 börn og ungmenni hafa notið góðs af úthlutunum sjóðsins. Áheitasöfnun sjóðsins í Reykjavíkurmaraþoninu er ein helsta fjáröflun hans og gerir honum kleift að sinna markmiðum sínum sem er að styrkja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttastarfi sem þurfa á fjárhagsstuðningi að halda. Enn er hægt að skrá sig í maraþonið og þá um leið ákveðið að hlaupa fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla. Áheitasöfnun fyrir sjóðinn stendur yfir og hvetur KKÍ allt körfuboltafólk að styrkja sjóðinn í áheitasöfnuninni. Nánari upplýsingar má sjá [v+]https://www.facebook.com/events/444669599070242/[v-]Facebook[slod-] og á [v+]http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/4611131090[v-]hlaupastyrk.is[slod-].