9 ágú. 2015U16 lið karla tapaði í kvöld fyrir gríðarlega sterku liði Eista 56-90, staðan í hálfleik var 21-48. Haraldur Davíðsson var stigahæstur með 9 stig. Eistar sem höfðu sigrað mótherja sína nokkuð sannfærandi hófu leikinn mjög grimmt og komust strax yfir 1-9 og leiddu 7-24 eftir fyrsta leikhluta. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í fyrsta leikhluta og vantaði neistann sem liðið hafði haft í fararbroddi í sigurleiknum gegn Makedóníu. Vítanýting liðsins segir mikið um hugarfarið en einungis 16 af 36 vítaskotum rötuðu rétta leið í leiknum. Eistar höfðu 21-48 forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Íslensku strákarnir inní leikinn af krafti, Gísli villaði engu að síður snemma út með 5 villur en allt annað var að sjá baráttu og eljuna í leikmönnum liðsins. Þriðja leikhluta sigruðu Íslensku strákarnir 20-15 og þjálfarateymið sáttari við að leikmenn héldu áfram en gæfust ekki upp. Í þriðja leikhluta náðu strákarnir muninum niður í 16 stig en nær komust þeir ekki og lokatölur 56-90. [v+]http://live.fibaeurope.com/www/Game.aspx?acc=1&gameID=69273&lng=env-]Tölfræði leiksins[slod-] Úrslit leiksins hafa enginn áhrif á þá staðreynd að á morgun er lokaleikurinn í riðlinum gegn Úkraínu um laust sæti í milliðriðli þar sem leikið verður um sæti 9-16. Tapliðið mun fara í milliriðil um sæti 17-24. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fyljgast með lifandi tölfræði [v+]http://u16men.fibaeurope.com/enDivB/[v-]hér[slod-]
Tap fyrir fyrnasterku liði Eista - Úrslitaleikur á morgun við Úkraínu
9 ágú. 2015U16 lið karla tapaði í kvöld fyrir gríðarlega sterku liði Eista 56-90, staðan í hálfleik var 21-48. Haraldur Davíðsson var stigahæstur með 9 stig. Eistar sem höfðu sigrað mótherja sína nokkuð sannfærandi hófu leikinn mjög grimmt og komust strax yfir 1-9 og leiddu 7-24 eftir fyrsta leikhluta. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í fyrsta leikhluta og vantaði neistann sem liðið hafði haft í fararbroddi í sigurleiknum gegn Makedóníu. Vítanýting liðsins segir mikið um hugarfarið en einungis 16 af 36 vítaskotum rötuðu rétta leið í leiknum. Eistar höfðu 21-48 forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Íslensku strákarnir inní leikinn af krafti, Gísli villaði engu að síður snemma út með 5 villur en allt annað var að sjá baráttu og eljuna í leikmönnum liðsins. Þriðja leikhluta sigruðu Íslensku strákarnir 20-15 og þjálfarateymið sáttari við að leikmenn héldu áfram en gæfust ekki upp. Í þriðja leikhluta náðu strákarnir muninum niður í 16 stig en nær komust þeir ekki og lokatölur 56-90. [v+]http://live.fibaeurope.com/www/Game.aspx?acc=1&gameID=69273&lng=env-]Tölfræði leiksins[slod-] Úrslit leiksins hafa enginn áhrif á þá staðreynd að á morgun er lokaleikurinn í riðlinum gegn Úkraínu um laust sæti í milliðriðli þar sem leikið verður um sæti 9-16. Tapliðið mun fara í milliriðil um sæti 17-24. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fyljgast með lifandi tölfræði [v+]http://u16men.fibaeurope.com/enDivB/[v-]hér[slod-]