9 ágú. 2015Ísland og Holland tókust á í annað sinn á þremur dögum í undirbúningi fyrir komandi Evrópumót í dag. Íslendingar unnu örugglega á föstudagskvöld, en í dag snérist lukkan á sveif með gestunum sem unnu 65-73. Íslendingar hófu leikinn betur, þó aldrei munaði mklu á liðunum framan af, og leiddu 20-16 eftir fyrsta leikhluta og 41-33 í hálfleik. Þriðji leikhluti var mjög sveiflukenndur, Ísland byrjaði mun betur og náði 14 stiga forystu áður en gestirnir fundu taktinn og minnkuðu muninn í 1 stig fyrir lokaleikhlutann, sem var svo algjörlega eign þeirra appelsínugulu. Stigahæstur hjá Íslandi var Jakob Sigurðarson með 17 stig og Haukur Helgi Pálsson setti 13 stig. Næstu leikir hjá Íslandi eru á móti í Eistlandi. En þar mætir Ísland heimamönnum ásamt Filipseyingum og Hollendingum.
Holland vann í dag
9 ágú. 2015Ísland og Holland tókust á í annað sinn á þremur dögum í undirbúningi fyrir komandi Evrópumót í dag. Íslendingar unnu örugglega á föstudagskvöld, en í dag snérist lukkan á sveif með gestunum sem unnu 65-73. Íslendingar hófu leikinn betur, þó aldrei munaði mklu á liðunum framan af, og leiddu 20-16 eftir fyrsta leikhluta og 41-33 í hálfleik. Þriðji leikhluti var mjög sveiflukenndur, Ísland byrjaði mun betur og náði 14 stiga forystu áður en gestirnir fundu taktinn og minnkuðu muninn í 1 stig fyrir lokaleikhlutann, sem var svo algjörlega eign þeirra appelsínugulu. Stigahæstur hjá Íslandi var Jakob Sigurðarson með 17 stig og Haukur Helgi Pálsson setti 13 stig. Næstu leikir hjá Íslandi eru á móti í Eistlandi. En þar mætir Ísland heimamönnum ásamt Filipseyingum og Hollendingum.