7 ágú. 2015Í dag spiluðu stelpurnar í U18 við Írland. Íslensku stelpurnar mættu ekki nógu vel stemmdar til leiks og var liðið að ströggla framan af. Írsku stelpurnar voru mjög ákveðnar og þá sérstaklega í fráköstum. Írland tók fleiri sóknarfráköst í fyrri hálfleik en Ísland varnarfráköst en þrátt fyrir það þá var Ísland yfir 30-33 þegar flautað var til hálfleiks. Í þriðja leikhluta hélt þessi barátta áfram. Írar virkuðu betur stemmdir og mikil barátta en þrátt fyrir það var Ísland að leiða þar til 3 mínútur voru eftir að 3ja leikhluta en þá komst Írland yfir eftir að hafa náð að jafna nokkrum sinnum. Liðin skiptust á að skora og í lok leikhlutans jafnaði Emelía með góðu þriggja stiga skoti og staðan var jöfn fyrir fjórða leikhlutann 47-47. Fjórði leikhluti var ekki fyrir hjartveika. Liðin skiptust á að skora og vera yfir en í stöðunni 53-52 fyrir Írum sýndu íslensku stelpurnar sitt rétta andlit og skoruðu 11 stig í röð og staðan orðin 53-63 fyrir Íslandi og 5 mínútur eftir af leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu hjá Írum þá héldu íslensku stelpurnar haus og kláruðu leikinn með 6 stiga sigri, 65-71. Íslensku stelpurnar hafa spilað mun betur en þær gerðu í dag á þessu móti en sýndu mikin karakter. Héldu haus þrátt fyrir að illa gengi og létu Írana aldrei brjóta sig niður. Þær eiga mikið hrós skilið fyrir að klára þennan leik. Emelía Gunnarsdóttir var frábær í dag, skoraði 23 stig og var með 100% nýtingu í skotunum sínum og 4 fráköst. Dýrfinna Arnardóttir var með 14 stig og Sylvía Hálfdánardóttir með 11 stig og 11 fráköst. Thelma Ágústsdóttir var með 8 stig og 5 stoðsendingar og Þóra Kristín Jónsdóttir með 5 stig og 6 stoðsendingar. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11356-I-4-2.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Seinasti leikur liðsins er á sunnudaginn kl.6:30 við Albaníu
U18 - Sigur gegn Írlandi
7 ágú. 2015Í dag spiluðu stelpurnar í U18 við Írland. Íslensku stelpurnar mættu ekki nógu vel stemmdar til leiks og var liðið að ströggla framan af. Írsku stelpurnar voru mjög ákveðnar og þá sérstaklega í fráköstum. Írland tók fleiri sóknarfráköst í fyrri hálfleik en Ísland varnarfráköst en þrátt fyrir það þá var Ísland yfir 30-33 þegar flautað var til hálfleiks. Í þriðja leikhluta hélt þessi barátta áfram. Írar virkuðu betur stemmdir og mikil barátta en þrátt fyrir það var Ísland að leiða þar til 3 mínútur voru eftir að 3ja leikhluta en þá komst Írland yfir eftir að hafa náð að jafna nokkrum sinnum. Liðin skiptust á að skora og í lok leikhlutans jafnaði Emelía með góðu þriggja stiga skoti og staðan var jöfn fyrir fjórða leikhlutann 47-47. Fjórði leikhluti var ekki fyrir hjartveika. Liðin skiptust á að skora og vera yfir en í stöðunni 53-52 fyrir Írum sýndu íslensku stelpurnar sitt rétta andlit og skoruðu 11 stig í röð og staðan orðin 53-63 fyrir Íslandi og 5 mínútur eftir af leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu hjá Írum þá héldu íslensku stelpurnar haus og kláruðu leikinn með 6 stiga sigri, 65-71. Íslensku stelpurnar hafa spilað mun betur en þær gerðu í dag á þessu móti en sýndu mikin karakter. Héldu haus þrátt fyrir að illa gengi og létu Írana aldrei brjóta sig niður. Þær eiga mikið hrós skilið fyrir að klára þennan leik. Emelía Gunnarsdóttir var frábær í dag, skoraði 23 stig og var með 100% nýtingu í skotunum sínum og 4 fráköst. Dýrfinna Arnardóttir var með 14 stig og Sylvía Hálfdánardóttir með 11 stig og 11 fráköst. Thelma Ágústsdóttir var með 8 stig og 5 stoðsendingar og Þóra Kristín Jónsdóttir með 5 stig og 6 stoðsendingar. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11356-I-4-2.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Seinasti leikur liðsins er á sunnudaginn kl.6:30 við Albaníu