7 ágú. 2015Í dag tilkynnti FIBA hvaða þjóð fær að halda lokamót HM í körfubolta 2019 og það kom í hlut Kína að hljóta hnossið. Tvær þjóðir voru eftir í kapphlaupinu en það voru Filipseyjar sem einnig stóðu eftir. Atkvæðagreiðslan fór 14-7 fyrir Kína. Leikið verður í átta borgunum, Beijing, Nanjing, Suzhou, Wuhan, Guangzhou, Shenzhen, Foshan og Dongguan. Yao Ming var fulltrúi Kínverja í herferðinni og hann segir mikla tilhlökkun meðal Kínverja að halda mótið enda gríðarlega mikill áhugi í Kína á körfubolta sem er ein allra vinsælasta íþróttin þar í landi. Alls munu 140 lið keppa á 15 mánaða tímabili til að vera meðal þeirra 32 þjóða sem taka þátt í lokamótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Kínverjar halda HM í körfubolta en skemmst er að minnast þess þegar þeir héldu Ólympíuleikana 2008 með glæsibrag og því ekki von á öðru á HM 2019.
HM 2019 í Kína
7 ágú. 2015Í dag tilkynnti FIBA hvaða þjóð fær að halda lokamót HM í körfubolta 2019 og það kom í hlut Kína að hljóta hnossið. Tvær þjóðir voru eftir í kapphlaupinu en það voru Filipseyjar sem einnig stóðu eftir. Atkvæðagreiðslan fór 14-7 fyrir Kína. Leikið verður í átta borgunum, Beijing, Nanjing, Suzhou, Wuhan, Guangzhou, Shenzhen, Foshan og Dongguan. Yao Ming var fulltrúi Kínverja í herferðinni og hann segir mikla tilhlökkun meðal Kínverja að halda mótið enda gríðarlega mikill áhugi í Kína á körfubolta sem er ein allra vinsælasta íþróttin þar í landi. Alls munu 140 lið keppa á 15 mánaða tímabili til að vera meðal þeirra 32 þjóða sem taka þátt í lokamótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Kínverjar halda HM í körfubolta en skemmst er að minnast þess þegar þeir héldu Ólympíuleikana 2008 með glæsibrag og því ekki von á öðru á HM 2019.