2 ágú. 2015U18 ára landslið kvenna hefur nú leikið tvo leiki á EM í Rúmeníu en þær hafa spilað gegn Lúxemborg og Danmörku. Mótið byrjaði á síðasta fimmtudag og sat Ísland hjá á fyrsta leikdegi. Á föstudag var spilað gegn Lúxemborg og þær sem byrjuðu leikinn voru Sylvía Hálfdánardóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Linda Þórdís B. Róbertsdóttir. Stelpurnar voru mjög sterkar í fyrsta leikhluta sem þær unnu 18-13 en í öðru leikhluta gekk liðinu mjög illa að skora og skoruðu þær aðeins 5 stig í leikhlutanum en voru þó yfir í hálfleik 23-22. Baráttan hélt áfram í 3. leikhluta sem lauk 32-34. Það var ljóst að seinasti leikhlutinn yrði spennandi en því miður tókst Lúxemborg að sigla fram úr og leiknum lauk 41-52. Lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem íslenska liðið tók áhættur á lokamínútunum til að freista þess að jafna en í staðinn tókst mótherjanum að auka muninn. Atkvæðamest í liði Íslands var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 12 stig og 12 fráköst og Sylvía Hálfdánardóttir með 8 stig og 8 fráköst. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11235-B-3-2.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Í gær spilaði Ísland gegn sterku liði Danmerkur sem m.a. vann Norðurlandamótið nokkuð sannfærandi nú í vor þar sem íslensku stelpurnar töpuðu stórt. Stelpurnar voru ákveðnar í að mæta Dönum af miklum krafti og sýna að getumunurinn milli liðanna væri ekki jafn mikill og hann leit út fyrir að vera á NM. Staðan leit þó ekki vel út eftir 1. leikhluta en þá hafði Ísland aðeins skorað 4 stig og Danir leiddu 15-4. Stelpurnar voru þó að berjast vel þótt illa gengi að skora. Í 2. leikhluta mættu íslensku stelpurnar til leiks eins og sannir víkingar og létu finna vel fyrir sér í vörninni og í framhaldinu fóru skotin að detta í sókninni. Með mikilli baráttu tókst þeim að minnka muninn áður en flautað var til hálfleiks í 6 stig, 27-21 og ljóst að Danir voru orðnir mjög stressaðir gagnvart baráttuglöðu liði Íslands. Seinasti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu hjá Íslandi sem freistaðist þess að vinna sterkt lið Dana, eitthvað sem enginn utan hópsins hefði talið mögulegt. Þrátt fyrir hetjulega baráttu þá voru það Danir sem stóðu uppi sem sigurvegarar 55-47. Þrátt fyrir tap í leiknum gegnum Dönum þá verður að hrósa íslenska liðinu sem sýndi sinn besta leik til þessa. Hver einasti leikmaður barðist af mikilli hörku og ákefð í vörn og sókn. Þær sem sátu á bekknum studdu sína leikmenn það vel áfram að dómarinn sá ítrekað ástæðu til þess að benda þeim á að setjast niður. Það er augljóst að liðið hefur tekið miklum framförum frá því í vor og vonandi mun liðið ná að halda uppi þessari ákefð og baráttu í næstu leikjum. Fremst meðal jafningja í dag Sylvía Hálfdánardóttir með 12 stig, 9 fráköst og 4 stolna bolta en hún var frábær í vörninni og augljóst að dönsku stelpurnnar hræddust hana mjög. Þóra Kristín Jónsdóttir var með 9 stig, 5 stolna og 3 stoðsendingar og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 8 stig og 4 fráköst. Allir leikmenn sem spiluðu í dag stóðu sig einnig mjög vel og þá sérstaklega varnarlega. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11235-B-6-3.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Í íslenska hópnum í þessari ferð eru eftirtaldir leikmenn: Írena Sól Jónsdóttir, Keflavík Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík Sylvía Hálfdánardóttir, Haukar Dýrfinna Arnardóttir, Haukar Elfa Falsdóttir, Keflavík Júlía Scheving, Njarðvík Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík Emelía Gunnarsdóttir, Keflavík Dagný Lísa Davíðsdóttir, Hamar Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar Linda Róbertsdóttir, Tindastóll Elín Hrafnkelsdóttir, Hamar Þjálfari liðsins er Jón Guðmundsson, aðstoðarþjálfari er Bylgja Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari er Gunnlaugur Már Briem og fararstjóri er Bryndís Gunnlaugsdóttir Næsti leikur liðsins er í dag kl.17:15 að íslenskum tíma gegn Grikklandi.
u18 kvenna hefur hafið leik á EM
2 ágú. 2015U18 ára landslið kvenna hefur nú leikið tvo leiki á EM í Rúmeníu en þær hafa spilað gegn Lúxemborg og Danmörku. Mótið byrjaði á síðasta fimmtudag og sat Ísland hjá á fyrsta leikdegi. Á föstudag var spilað gegn Lúxemborg og þær sem byrjuðu leikinn voru Sylvía Hálfdánardóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Linda Þórdís B. Róbertsdóttir. Stelpurnar voru mjög sterkar í fyrsta leikhluta sem þær unnu 18-13 en í öðru leikhluta gekk liðinu mjög illa að skora og skoruðu þær aðeins 5 stig í leikhlutanum en voru þó yfir í hálfleik 23-22. Baráttan hélt áfram í 3. leikhluta sem lauk 32-34. Það var ljóst að seinasti leikhlutinn yrði spennandi en því miður tókst Lúxemborg að sigla fram úr og leiknum lauk 41-52. Lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem íslenska liðið tók áhættur á lokamínútunum til að freista þess að jafna en í staðinn tókst mótherjanum að auka muninn. Atkvæðamest í liði Íslands var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 12 stig og 12 fráköst og Sylvía Hálfdánardóttir með 8 stig og 8 fráköst. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11235-B-3-2.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Í gær spilaði Ísland gegn sterku liði Danmerkur sem m.a. vann Norðurlandamótið nokkuð sannfærandi nú í vor þar sem íslensku stelpurnar töpuðu stórt. Stelpurnar voru ákveðnar í að mæta Dönum af miklum krafti og sýna að getumunurinn milli liðanna væri ekki jafn mikill og hann leit út fyrir að vera á NM. Staðan leit þó ekki vel út eftir 1. leikhluta en þá hafði Ísland aðeins skorað 4 stig og Danir leiddu 15-4. Stelpurnar voru þó að berjast vel þótt illa gengi að skora. Í 2. leikhluta mættu íslensku stelpurnar til leiks eins og sannir víkingar og létu finna vel fyrir sér í vörninni og í framhaldinu fóru skotin að detta í sókninni. Með mikilli baráttu tókst þeim að minnka muninn áður en flautað var til hálfleiks í 6 stig, 27-21 og ljóst að Danir voru orðnir mjög stressaðir gagnvart baráttuglöðu liði Íslands. Seinasti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu hjá Íslandi sem freistaðist þess að vinna sterkt lið Dana, eitthvað sem enginn utan hópsins hefði talið mögulegt. Þrátt fyrir hetjulega baráttu þá voru það Danir sem stóðu uppi sem sigurvegarar 55-47. Þrátt fyrir tap í leiknum gegnum Dönum þá verður að hrósa íslenska liðinu sem sýndi sinn besta leik til þessa. Hver einasti leikmaður barðist af mikilli hörku og ákefð í vörn og sókn. Þær sem sátu á bekknum studdu sína leikmenn það vel áfram að dómarinn sá ítrekað ástæðu til þess að benda þeim á að setjast niður. Það er augljóst að liðið hefur tekið miklum framförum frá því í vor og vonandi mun liðið ná að halda uppi þessari ákefð og baráttu í næstu leikjum. Fremst meðal jafningja í dag Sylvía Hálfdánardóttir með 12 stig, 9 fráköst og 4 stolna bolta en hún var frábær í vörninni og augljóst að dönsku stelpurnnar hræddust hana mjög. Þóra Kristín Jónsdóttir var með 9 stig, 5 stolna og 3 stoðsendingar og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 8 stig og 4 fráköst. Allir leikmenn sem spiluðu í dag stóðu sig einnig mjög vel og þá sérstaklega varnarlega. [v+]http://u18women.fibaeurope.com/enDivB/gameID_11235-B-6-3.html [v-]Tölfræði leiksins[slod-]. Í íslenska hópnum í þessari ferð eru eftirtaldir leikmenn: Írena Sól Jónsdóttir, Keflavík Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík Sylvía Hálfdánardóttir, Haukar Dýrfinna Arnardóttir, Haukar Elfa Falsdóttir, Keflavík Júlía Scheving, Njarðvík Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík Emelía Gunnarsdóttir, Keflavík Dagný Lísa Davíðsdóttir, Hamar Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar Linda Róbertsdóttir, Tindastóll Elín Hrafnkelsdóttir, Hamar Þjálfari liðsins er Jón Guðmundsson, aðstoðarþjálfari er Bylgja Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari er Gunnlaugur Már Briem og fararstjóri er Bryndís Gunnlaugsdóttir Næsti leikur liðsins er í dag kl.17:15 að íslenskum tíma gegn Grikklandi.