30 júl. 2015U18 ára landslið karla lék í kvöld sinn sjöunda leik á EM í Austurríki er þeir mættu Svíum í milliriðli. Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Ísland varð að vinna með 17 stigum til að komast í undanúrslit mótsins en þangað voru komin þegar Slóvenía, Pólland og Ísrael. Strákarnir lögðu allt í sölurnar í kvöld og leiddu mest með 13 stigum og 12 stig skyldu að þegar fjórði leikhluti hófst. Svíar minnkuðu muninn og á lokasprettinum þegar Ísland leiddi með 8 stigum urðu þeir að taka áhættur og stytta sóknir og við það náðu Svíar að minnka muninn og gerðu síðustu 8 stig leiksins og lokatölur urðu 65:63 fyrir Ísland. Varnarleikur Íslenska liðsins var heilt yfir mjög góður. Svíar skora t.a.m. einungis 26 stig í fyrri hálfleik, og einungis 8 í öðrum leikhlutanum. Íslenska liðiðt tók snemma forystu í leiknum og í stöðunni 19-18 komu 11 íslensk stig í röð og staðan orðin 30-18. Eftir þetta var munurinn að flakka úr þetta 7-8 stigum og upp í 12-13 en staðan í hálfleik var 37-26. Síðari hálfleikurinn fór ekki nægilega vel af stað og var eilítið óðagot á okkar mönnum í sókninni en þeir kláruðu leikhlutann þó sterkt og forystan var eins og áður sagði 12 stig áður en síðustu 10 mínúturnar voru spilaðar. Þær fóru vitanlega ekki eins og menn hefðu viljað en drengirnir mega vera stoltir af sínu og sigur á sterku liði Svía seint sagður sjálfsagður og hvað þá þegar íslenska liðið er án Kára Jónssonar fyrirliða sem að hefur misst af leikjunum tveimur í milliriðlinum og er það mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið þó drengirnir hafi vissulega stigið vel upp og þeir Ragnar Helgi Friðriksson og Halldór Garðar Hermannsson hafa stýrt leik liðsins með sóma í fjarveru Kára. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig og hann tók að auki 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Kristinn Pálsson var með 18 stig og 5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson var með 10 stig og 3 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson gerði 7 stig, Tryggvi Snær Hlinason gerði 5 stig og tók 9 fráköst, Breki Gylfason gerði 4 stig og tók 3 fráköst og Snorri Vignisson gerði 2 stig. Hilmir Kristjánsson og Jón Arnór Sverrisson komu einnig við sögu án þess að skora og skiluðu fínum mínútum en Hilmir fékk höfuðhögg sem varð þess valdandi að hann gat ekki haldið leik áfram. Kappinn er þó brattur og hleður batteríin eins og allur hópurinn á morgun en þá er frídagur. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11511-F-3-2.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Nú liggur fyrir að drengirnir munu berjast um 5. til 8. sætið á mótinu en þeir leika gegn Englendingum á laugardag kl 20:15 (18:15 að ísl tíma). Hinn leikurinn verður milli Ungverja og Georgíumanna og munu sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í slag um fimmta sætið á sunnudag og tapliðin munu leika um sjöunda sætið.
U18 karla – Sigur gegn Svíum
30 júl. 2015U18 ára landslið karla lék í kvöld sinn sjöunda leik á EM í Austurríki er þeir mættu Svíum í milliriðli. Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Ísland varð að vinna með 17 stigum til að komast í undanúrslit mótsins en þangað voru komin þegar Slóvenía, Pólland og Ísrael. Strákarnir lögðu allt í sölurnar í kvöld og leiddu mest með 13 stigum og 12 stig skyldu að þegar fjórði leikhluti hófst. Svíar minnkuðu muninn og á lokasprettinum þegar Ísland leiddi með 8 stigum urðu þeir að taka áhættur og stytta sóknir og við það náðu Svíar að minnka muninn og gerðu síðustu 8 stig leiksins og lokatölur urðu 65:63 fyrir Ísland. Varnarleikur Íslenska liðsins var heilt yfir mjög góður. Svíar skora t.a.m. einungis 26 stig í fyrri hálfleik, og einungis 8 í öðrum leikhlutanum. Íslenska liðiðt tók snemma forystu í leiknum og í stöðunni 19-18 komu 11 íslensk stig í röð og staðan orðin 30-18. Eftir þetta var munurinn að flakka úr þetta 7-8 stigum og upp í 12-13 en staðan í hálfleik var 37-26. Síðari hálfleikurinn fór ekki nægilega vel af stað og var eilítið óðagot á okkar mönnum í sókninni en þeir kláruðu leikhlutann þó sterkt og forystan var eins og áður sagði 12 stig áður en síðustu 10 mínúturnar voru spilaðar. Þær fóru vitanlega ekki eins og menn hefðu viljað en drengirnir mega vera stoltir af sínu og sigur á sterku liði Svía seint sagður sjálfsagður og hvað þá þegar íslenska liðið er án Kára Jónssonar fyrirliða sem að hefur misst af leikjunum tveimur í milliriðlinum og er það mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið þó drengirnir hafi vissulega stigið vel upp og þeir Ragnar Helgi Friðriksson og Halldór Garðar Hermannsson hafa stýrt leik liðsins með sóma í fjarveru Kára. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig og hann tók að auki 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Kristinn Pálsson var með 18 stig og 5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson var með 10 stig og 3 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson gerði 7 stig, Tryggvi Snær Hlinason gerði 5 stig og tók 9 fráköst, Breki Gylfason gerði 4 stig og tók 3 fráköst og Snorri Vignisson gerði 2 stig. Hilmir Kristjánsson og Jón Arnór Sverrisson komu einnig við sögu án þess að skora og skiluðu fínum mínútum en Hilmir fékk höfuðhögg sem varð þess valdandi að hann gat ekki haldið leik áfram. Kappinn er þó brattur og hleður batteríin eins og allur hópurinn á morgun en þá er frídagur. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11511-F-3-2.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Nú liggur fyrir að drengirnir munu berjast um 5. til 8. sætið á mótinu en þeir leika gegn Englendingum á laugardag kl 20:15 (18:15 að ísl tíma). Hinn leikurinn verður milli Ungverja og Georgíumanna og munu sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í slag um fimmta sætið á sunnudag og tapliðin munu leika um sjöunda sætið.