27 júl. 2015U18 ára landslið karla lagði Íra í kvöld og tryggði sér þannig áfram í 8 liða úrslit B deildar Evrópukeppninnar. Lokatölur urðu 88:59 þar sem Jón Arnór Sverrisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig (4/6 3ja) og Snorri Vignisson var með 11 stig og 9 fráköst. Okkar menn byrjuðu leikinn af krafti í dag og tóku strax forystu og litu í raun aldrei til baka. Þjálfararnir gátu leyft sér að rúlla vel á öllum hópnum, allir leikmenn léku 10 mínútur eða meira og allir náðu að skora og íslenska liðið fékk 54 stig frá bekknum. Írar voru í svæðisvörn mest allan leikinn en drengirnir leystu vel úr því gegn stórum og sterkum Írum. Varnarleikur okkar manna var góður en besti maður Íra var með 29 stig (er næststigahæstur á mótinu til þessa). Eini gallinn við leik dagsins voru meiðsli Kára Jónssonar en hann fékk þungt högg á hné og var fluttur burt með sjúkrabíl, en kappinn var svo mættur aftur klár í ferðalag með félögum sínum eftir leik og verður í meðhöndlun fram að næsta leik og vonir standa til þess að hann verði leikfær á miðvikudag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-14-5.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Danir gerðu sér svo lítið fyrir og lögðu Ísrael í kvöld með 13 stigum sem breytir töluverðu um niðurstöðu riðilsins. Ísland endar 4/1 eins og Ísrael og Danmörk en við erum efstir með plús 8 í stigum innbyrðis, Ísrael með plús 4 og Danir eru í mínus 13. Ísland og Ísrael fara því í milliriðil með Svíum og Georgíu og þar taka Ísrael og Svíðþjóð með sér tvö stig fyrir innbyrðis sigra. Ísland mætir því Georgíu á miðvikudag kl 18:15 að ísl tíma og Svíum á fimmtudag og sá leikur er líka kl 18:15 að ísl tíma. Í hinum milliriðlinum í topp átta mætast Pólland (með 2 stig), England, Slóvenía (með 2 stig) og Ungverjaland. Annars er það að frétta af strákunum að þeir eru í góðu yfirlæti á flottu hóteli í sveitaþorpi rétt utan við Oberwart þar sem starfsfólk stjanar við mannskapinn og yfir engu að kvarta. Hitinn var mönnum erfiður fyrstu tvo dagana en það er mun skaplegra núna og liðið þar að auki að spila á kvöldin. Á morgun er frídagur og strákarnir verða í slökun og safna kröftum fyrir komandi átök.
U18 karla - sigur gegn Írum og 8 liða úrslit framundan
27 júl. 2015U18 ára landslið karla lagði Íra í kvöld og tryggði sér þannig áfram í 8 liða úrslit B deildar Evrópukeppninnar. Lokatölur urðu 88:59 þar sem Jón Arnór Sverrisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig (4/6 3ja) og Snorri Vignisson var með 11 stig og 9 fráköst. Okkar menn byrjuðu leikinn af krafti í dag og tóku strax forystu og litu í raun aldrei til baka. Þjálfararnir gátu leyft sér að rúlla vel á öllum hópnum, allir leikmenn léku 10 mínútur eða meira og allir náðu að skora og íslenska liðið fékk 54 stig frá bekknum. Írar voru í svæðisvörn mest allan leikinn en drengirnir leystu vel úr því gegn stórum og sterkum Írum. Varnarleikur okkar manna var góður en besti maður Íra var með 29 stig (er næststigahæstur á mótinu til þessa). Eini gallinn við leik dagsins voru meiðsli Kára Jónssonar en hann fékk þungt högg á hné og var fluttur burt með sjúkrabíl, en kappinn var svo mættur aftur klár í ferðalag með félögum sínum eftir leik og verður í meðhöndlun fram að næsta leik og vonir standa til þess að hann verði leikfær á miðvikudag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-14-5.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Danir gerðu sér svo lítið fyrir og lögðu Ísrael í kvöld með 13 stigum sem breytir töluverðu um niðurstöðu riðilsins. Ísland endar 4/1 eins og Ísrael og Danmörk en við erum efstir með plús 8 í stigum innbyrðis, Ísrael með plús 4 og Danir eru í mínus 13. Ísland og Ísrael fara því í milliriðil með Svíum og Georgíu og þar taka Ísrael og Svíðþjóð með sér tvö stig fyrir innbyrðis sigra. Ísland mætir því Georgíu á miðvikudag kl 18:15 að ísl tíma og Svíum á fimmtudag og sá leikur er líka kl 18:15 að ísl tíma. Í hinum milliriðlinum í topp átta mætast Pólland (með 2 stig), England, Slóvenía (með 2 stig) og Ungverjaland. Annars er það að frétta af strákunum að þeir eru í góðu yfirlæti á flottu hóteli í sveitaþorpi rétt utan við Oberwart þar sem starfsfólk stjanar við mannskapinn og yfir engu að kvarta. Hitinn var mönnum erfiður fyrstu tvo dagana en það er mun skaplegra núna og liðið þar að auki að spila á kvöldin. Á morgun er frídagur og strákarnir verða í slökun og safna kröftum fyrir komandi átök.