27 júl. 2015U18 karla lagði heimamenn í Austurríki 83-66 í gærkvöld og kom sér þar með í nokkuð góða stöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum, en drengirnir leika við Íra kl 16 að ísl tíma í dag. Íslenska liðið tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri í dag en til þess að missa annað sætið þarf Ísland bæði að tapa sem og Ísrael að tapa gegn Dönum. Strákarnir eru þó ekkert að hugsa um aðra leiki og framhaldið í þeirra höndum svo þeir ætla sér ekkert annað en sigur í dag. Íslenska liðið hóf leikinn í gær af miklum krafti og gerði fyrstu tíu stig leiksins. Baráttuglaðir heimamenn sem spila mjög fast og eru einnig studdir áfram af fjölda fólks gerðu ágætlega í að vinna sig inn í leikinn aftur og reyndu að nýta styrk sinn í stórum og sterkum strákum í kringum körfuna. Staðan í hálfleik var 29-40 og okkar menn með óvenju marga tapaða bolta (13) og áttu strákarnir klárlega svigrúm til bætinga. Þeir mættu sterkir inn í síðari hálfleikinn og þrátt fyrir mikla baráttu heimamanna hélst forystan alltaf og með dugnaði náðu strákarnir mest 23 stiga forystu og lönduðu að lokum öruggum 17 stiga sigri. Kári Jónsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fóru fyrir íslenska liðinu sóknarmegin. Kári með 26 stig og mjög sterkur í gegnumbrotunum og Þórir með mjög góðan alhliðaleik: 19 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta auk þess sem hann átti góða troðslu úr hraðupphlaupi í síðari hálfleiknum. Tryggvi Snær Hlinason var að vanda öflugur í teignum og varði þónokkur skot þó svo að Austurríkismenn séu lítið fyrir að skrá þau hjá sér. Kristinn Pálsson var einnig öflugur með 14 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Sveinbjörn Jóhannesson hvíldi í gær vegna smávægilegra meiðsla en vonir standa til að hann verði klár í slaginn gegn Írum í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-10-4.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Eins og fyrr segir er leikur gegn Írum í dag kl 16 (ísl tími). Á morgun er svo frídagur og svo taka við milliriðlar. Eins og staðan er núna þegar öll lið eiga einn leik eftir eru það Pólland og England úr A riðli og Slóvenía og Ungverjaland úr B riðli sem eru í öðrum milliriðlinum í baráttu um topp 8 og eru þessi fjögur lið í kjörstöðu þar sem margt þarf að ganga á til þess að þau verði ekki í toppsætum síns riðils. Hinn milliriðillinn er þá skipaður Svíum og Georgíu eða Portúgal (sem mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið) úr C riðli og þá Ísrael og Íslandi úr D riðli. Ef þetta yrði lokastaðan myndi Ísland mæta Svíum á miðvikudag og Georgíu/Portúgal á fimmtudag og þyrfti sigur í báðum leikjum til að komast í undanúrslit, annars yrði leikið um sæti fimm til átta. En, og ítrekum EN - öll einbeiting okkar manna er á leikinn gegn Írum í dag og svo fara menn að skoða framhald. Bestu kveðjur heim !
U18 karla - öruggt gegn heimamönnum
27 júl. 2015U18 karla lagði heimamenn í Austurríki 83-66 í gærkvöld og kom sér þar með í nokkuð góða stöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum, en drengirnir leika við Íra kl 16 að ísl tíma í dag. Íslenska liðið tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri í dag en til þess að missa annað sætið þarf Ísland bæði að tapa sem og Ísrael að tapa gegn Dönum. Strákarnir eru þó ekkert að hugsa um aðra leiki og framhaldið í þeirra höndum svo þeir ætla sér ekkert annað en sigur í dag. Íslenska liðið hóf leikinn í gær af miklum krafti og gerði fyrstu tíu stig leiksins. Baráttuglaðir heimamenn sem spila mjög fast og eru einnig studdir áfram af fjölda fólks gerðu ágætlega í að vinna sig inn í leikinn aftur og reyndu að nýta styrk sinn í stórum og sterkum strákum í kringum körfuna. Staðan í hálfleik var 29-40 og okkar menn með óvenju marga tapaða bolta (13) og áttu strákarnir klárlega svigrúm til bætinga. Þeir mættu sterkir inn í síðari hálfleikinn og þrátt fyrir mikla baráttu heimamanna hélst forystan alltaf og með dugnaði náðu strákarnir mest 23 stiga forystu og lönduðu að lokum öruggum 17 stiga sigri. Kári Jónsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fóru fyrir íslenska liðinu sóknarmegin. Kári með 26 stig og mjög sterkur í gegnumbrotunum og Þórir með mjög góðan alhliðaleik: 19 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta auk þess sem hann átti góða troðslu úr hraðupphlaupi í síðari hálfleiknum. Tryggvi Snær Hlinason var að vanda öflugur í teignum og varði þónokkur skot þó svo að Austurríkismenn séu lítið fyrir að skrá þau hjá sér. Kristinn Pálsson var einnig öflugur með 14 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Sveinbjörn Jóhannesson hvíldi í gær vegna smávægilegra meiðsla en vonir standa til að hann verði klár í slaginn gegn Írum í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-10-4.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Eins og fyrr segir er leikur gegn Írum í dag kl 16 (ísl tími). Á morgun er svo frídagur og svo taka við milliriðlar. Eins og staðan er núna þegar öll lið eiga einn leik eftir eru það Pólland og England úr A riðli og Slóvenía og Ungverjaland úr B riðli sem eru í öðrum milliriðlinum í baráttu um topp 8 og eru þessi fjögur lið í kjörstöðu þar sem margt þarf að ganga á til þess að þau verði ekki í toppsætum síns riðils. Hinn milliriðillinn er þá skipaður Svíum og Georgíu eða Portúgal (sem mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið) úr C riðli og þá Ísrael og Íslandi úr D riðli. Ef þetta yrði lokastaðan myndi Ísland mæta Svíum á miðvikudag og Georgíu/Portúgal á fimmtudag og þyrfti sigur í báðum leikjum til að komast í undanúrslit, annars yrði leikið um sæti fimm til átta. En, og ítrekum EN - öll einbeiting okkar manna er á leikinn gegn Írum í dag og svo fara menn að skoða framhald. Bestu kveðjur heim !