24 júl. 2015U18 ára karlalandslið Íslands hafa nú leikið tvo leiki á EM í Austurríki en þeir hafa leikið gegn Ísrael og Makedóníu. Fyrsti leikurinn gegn Ísrael í gær var erfiður hjá okkar mönnum enda sterkur andstæðingur og hittni okkar manna ekki góð. Leikurinn í dag var öllu betri þar sem okkar drengir voru í forystuhlutverki svotil allan leikinn. Íslenska liðið er í riðli með Ísrael, Makedóníu, Danmörku, Austurríki og Írlandi og fyrirfram reiknuðum við með að Ísrael og Danmörk yrðu erfiðustu andstæðingarnir og það virðist ætla að vera raunin. Tap gegn Ísrael setur vissulega pressu á strákana en þeir ætla að tækla einn leik í einu og sigurinn gegn Makdeóníu í dag var góður og á morgun er semsagt mjög mikilvægur leikur gegn Dönum sem hefst klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Kristinn Pálsson og Kári Jónsson voru atkvæðamestir gegn Ísrael (með 19 og 18 stig) en eins og áður sagði var hittni íslenska liðsins ekki góð og þeir misstu meðal annars 16 víti. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-3-1.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Í dag tók liðið völdin snemma leiks og þó svo það hafi tekið tíma að slíta Makedóníu liðið frá sér þá var sigurinn aldrei í hættu og flottur sprettur íslenska liðsins í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta tryggðu öruggan sigur. Kristinn Pálsson átti frábæran leik fyrir lið Íslands en hann var með 24 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig mjög góðan dag en hann var með 18 stig og 5 fráköst. Kári Jónsson gerði 15 stig, tók 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Liðsheildin var annars sterk og margir leikmenn að skila góðu dagsverki. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-6-2.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Piltarnir biðja fyrir góðum kveðjum heim úr hitanum sem hefur truflað menn töluvert þar sem að hallirnar eru ekki með loftkælingu og hitinn í dag fór sem dæmi í 41 gráðu á meðan leik stóð.
U18 karla lögðu Makedóníu
24 júl. 2015U18 ára karlalandslið Íslands hafa nú leikið tvo leiki á EM í Austurríki en þeir hafa leikið gegn Ísrael og Makedóníu. Fyrsti leikurinn gegn Ísrael í gær var erfiður hjá okkar mönnum enda sterkur andstæðingur og hittni okkar manna ekki góð. Leikurinn í dag var öllu betri þar sem okkar drengir voru í forystuhlutverki svotil allan leikinn. Íslenska liðið er í riðli með Ísrael, Makedóníu, Danmörku, Austurríki og Írlandi og fyrirfram reiknuðum við með að Ísrael og Danmörk yrðu erfiðustu andstæðingarnir og það virðist ætla að vera raunin. Tap gegn Ísrael setur vissulega pressu á strákana en þeir ætla að tækla einn leik í einu og sigurinn gegn Makdeóníu í dag var góður og á morgun er semsagt mjög mikilvægur leikur gegn Dönum sem hefst klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Kristinn Pálsson og Kári Jónsson voru atkvæðamestir gegn Ísrael (með 19 og 18 stig) en eins og áður sagði var hittni íslenska liðsins ekki góð og þeir misstu meðal annars 16 víti. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-3-1.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Í dag tók liðið völdin snemma leiks og þó svo það hafi tekið tíma að slíta Makedóníu liðið frá sér þá var sigurinn aldrei í hættu og flottur sprettur íslenska liðsins í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta tryggðu öruggan sigur. Kristinn Pálsson átti frábæran leik fyrir lið Íslands en hann var með 24 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig mjög góðan dag en hann var með 18 stig og 5 fráköst. Kári Jónsson gerði 15 stig, tók 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Liðsheildin var annars sterk og margir leikmenn að skila góðu dagsverki. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2015.roundID_11502.gameID_11503-D-6-2.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Piltarnir biðja fyrir góðum kveðjum heim úr hitanum sem hefur truflað menn töluvert þar sem að hallirnar eru ekki með loftkælingu og hitinn í dag fór sem dæmi í 41 gráðu á meðan leik stóð.