19 júl. 201516 stelpurnar eru komnar til Andorra þar sem þær taka þátt í C-deild Evrópumótsins. Liðið var komið á áfangastað um kl. 13 að staðartíma en þá höfðu þau verið á ferðalagi í um 13 klukkustundir. Þau skoðuðu sig um áður en fyrsta æfing ferðarinnar byjaði en annars var dagurinn tekinn frekar rólega og til að kynnast aðeins umhverfinu. Tveir riðlar eru í þessari keppni og eru þrjú lið í hvorum. Ísland spilar í B-riðli ásamt Möltu og Andorra en í A-riðli eigast við Gíbraltar, Armenía og Wales. Ísland spilar sinn fyrsta leik á morgun kl. 16 að íslenskum tíma og mætir þá liði Möltu. Hægt verður að fylgjast með Live-statti frá leiknum á www.fibaeurope.com. Einnig er hægt að fylgjast með stelpunum á snapchat hjá karfan.is og islandkarfakvk - endilega kíkið á það.