18 júl. 2015Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur tvo landsleiki gegn Hollandi hér heima í byrjun ágúst, en bæði liðin undirbúa sig fyrir EuroBasket 2015 í haust. Ísland leikur í B-riðli í Berlín á meðan Holendingar leika í C-riðli í Zagreb gegn Króatíu, Makedóníu, Georgíu, Grikklandi og Slóveníu. Fyrri leikur liðanna fer fram í Þorlákshöfn kl. 19.15 föstudaginn 7. ágúst. Liðin æfa svo laugardag og hvílast og leika seinni leikinn sín á milli í Laugardalshöllinni sunnudaginn 9. ágúst kl. 16.00. Þetta eru síðustu landsleikir íslenska liðsins hér heima en liðið fer á tvö æfingamót síðar í ágúst fyrir brottför til Þýskalands. Í augnablikinu eru 15 leikmenn í Hollenska hópnum en þar á meðal er fyrrum NBA-leikmaðurinn og samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar að minnsta kosti tveir íslandsvinir sem leikið hafa hér á landi. KR-ingurinn (2008-2009) Jason Dourisseau er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og gætu þeir verið í endanlegum leikmannahóp Hollands. Almenn miðasala er hafin á leikina og fer hún fram á [v+]https://tix.is/is/event/1289/island---holland/[v-]www.tix.is[slod-]. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2.000 kr. fyrir fullorðna.