28 jún. 2015EuroBasket kvenna lýkur í dag í Búdapest í Ungverjalandi með úrslitaleik Frakka og Serba. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma en á undan honum mætast Spánverjar og Hvít-Rússar í leik um bronsið. Í gær var leikið um 5. til 8. sæti og sigruðu Tyrkir Rússa í framlengdum leik í baráttunni um 5. sætið en í leiknum um 7. sætið vann Svartfjallaland Litháen. Þá mun stjórn FIBA Europe funda í dag og ákveða hvar úrslitakeppni EuroBasket kvenna 2017 mun fara fram en Serbar og Tékkar hafa sótt um að halda mótið.
Úrslitaleikur EuroBasket kvenna í dag
28 jún. 2015EuroBasket kvenna lýkur í dag í Búdapest í Ungverjalandi með úrslitaleik Frakka og Serba. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma en á undan honum mætast Spánverjar og Hvít-Rússar í leik um bronsið. Í gær var leikið um 5. til 8. sæti og sigruðu Tyrkir Rússa í framlengdum leik í baráttunni um 5. sætið en í leiknum um 7. sætið vann Svartfjallaland Litháen. Þá mun stjórn FIBA Europe funda í dag og ákveða hvar úrslitakeppni EuroBasket kvenna 2017 mun fara fram en Serbar og Tékkar hafa sótt um að halda mótið.