28 jún. 2015Serbar tryggðu sér nú fyrir stundu Evrópumeistaratitil kvenna í körfubolta eftir úrslitaleik við Frakka, [v+]http://www.eurobasketwomen2015.com/en/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2015.roundID_9464.gameID_10925-70-A-1.html[v-]76-68[slod-] voru lokatölur. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Serbar verða Evrópumeistarar kvenna. Frakkar byrjuðu leikinn betur og voru 7 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Serbar tóku sig til og unnu annan leikhluta með 8 og leiddu það sem eftir var leiks. Ana Dabovic var valinn maður mótsins en hún var stigahæst Serba í leiknum með 25 stig en Sonja Petrovic var með 22 stig. Stigahæst Frakka var Sandrine Gruda með 16 stig. Serbar verða því ríkjandi meistara í Tékklandi eftir tvö ár en stjórn FIBA Europe ákvað í dag að EuroBasket kvenna 2017 skuli fara fram í Tékklandi. Þess má geta að einn dómara úrslitaleiksins í dag var hin danska Maj Forsberg en tríóið í heild var skipað konum.
Serbía Evrópumeistari kvenna
28 jún. 2015Serbar tryggðu sér nú fyrir stundu Evrópumeistaratitil kvenna í körfubolta eftir úrslitaleik við Frakka, [v+]http://www.eurobasketwomen2015.com/en/compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2015.roundID_9464.gameID_10925-70-A-1.html[v-]76-68[slod-] voru lokatölur. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Serbar verða Evrópumeistarar kvenna. Frakkar byrjuðu leikinn betur og voru 7 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Serbar tóku sig til og unnu annan leikhluta með 8 og leiddu það sem eftir var leiks. Ana Dabovic var valinn maður mótsins en hún var stigahæst Serba í leiknum með 25 stig en Sonja Petrovic var með 22 stig. Stigahæst Frakka var Sandrine Gruda með 16 stig. Serbar verða því ríkjandi meistara í Tékklandi eftir tvö ár en stjórn FIBA Europe ákvað í dag að EuroBasket kvenna 2017 skuli fara fram í Tékklandi. Þess má geta að einn dómara úrslitaleiksins í dag var hin danska Maj Forsberg en tríóið í heild var skipað konum.