11 jún. 2015Í dag hefst fyrsti leikurinn á EuroBasket kvenna 2015 og fer keppnin fram í Ungverjalandi og Rúmeníu að þessu sinni dagana 11.-28. júní. 20 þjóðir taka þátt og eru það lið Hvíta Rússlands, Króatíu, Tékklands, Frakklands, Bretlands, Grikklands, Ungverajalands , Ítalíu, Lettlands, Litháen, Svartfjallalands, Póllands, Rúmeníu, Rússlands, Serbíu, Slóvakíu, Spánar, Tyrklands, Úkraínu og Svíþjóðar. Núverandi meistarar Spánar lögðu Frakka að velli fyrir tveimur árum með einu stigi 70:69 í úrslitaleiknum og má gera ráð fyrir að bæði lið verði í fremstu röð að nýju í ár. Vefsíða keppninnar er [v+]http://www.eurobasketwomen2015.com [v-]eurobasketwomen2015.com[slod-]