5 jún. 2015Í gær léku bæði íslensku liðin á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Laugardalshöll. Bæði liðin okkar höfðu sigur í sínum leik og hafa því unnið tvo af þremur leikjum sínum á mótinu. Það þýðir að bæði lið leika um gullið og sigur á mótinu á morgun laugardag. Í gær léku stelpurnar gegn Mónakó og voru okkar stelpur yfir allan leikinn. Lokatölur 81:55. Strákarnir léku gegn Lúxemborg. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku þeir völdin og unnu 81:72. Á morgun leika stelpurnar til úrslita gegn Lúxemborg kl. 13.30 og kl. 16.00 leika strákarnir gegn Svartfjallalandi. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
Smáþjóðaleikarnir 2015 · Úrslit gærdagsins
5 jún. 2015Í gær léku bæði íslensku liðin á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Laugardalshöll. Bæði liðin okkar höfðu sigur í sínum leik og hafa því unnið tvo af þremur leikjum sínum á mótinu. Það þýðir að bæði lið leika um gullið og sigur á mótinu á morgun laugardag. Í gær léku stelpurnar gegn Mónakó og voru okkar stelpur yfir allan leikinn. Lokatölur 81:55. Strákarnir léku gegn Lúxemborg. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku þeir völdin og unnu 81:72. Á morgun leika stelpurnar til úrslita gegn Lúxemborg kl. 13.30 og kl. 16.00 leika strákarnir gegn Svartfjallalandi. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.