4 jún. 2015Í dag leika bæði kvenna- og karlaliðin okkar í Höllinni. Frítt er inn á alla leiki leikanna og áhorfendur því hvattir til að mæta og styðja við bakið á íslensku keppendunum okkar. Stelpurnar byrja kl. 17.00 gegn Mónakó. Síðan kl. 19.30 leika strákarnir gegn Lúxemborg en þetta eru leikir tvö hjá báðum liðum, en bæði unnu sína fyrstu leiki á mótinu. Því er um mikilvæga leiki að ræða í dag og kvöld upp á framhaldið á mótinu. Eftir kl. 17.00 verður Throphy Tour FIBA Europe í Höllinni og geta gestir og áhorfendur kíkt á Evrópubikarinn sem er hér á landi til sýnis og fengið mynd af sér með honum og lukkudýri leikanna, Frenkie The Fireball.
Smáþjóðaleikarnir 2015 · Bæði liðin okkar með leik í dag
4 jún. 2015Í dag leika bæði kvenna- og karlaliðin okkar í Höllinni. Frítt er inn á alla leiki leikanna og áhorfendur því hvattir til að mæta og styðja við bakið á íslensku keppendunum okkar. Stelpurnar byrja kl. 17.00 gegn Mónakó. Síðan kl. 19.30 leika strákarnir gegn Lúxemborg en þetta eru leikir tvö hjá báðum liðum, en bæði unnu sína fyrstu leiki á mótinu. Því er um mikilvæga leiki að ræða í dag og kvöld upp á framhaldið á mótinu. Eftir kl. 17.00 verður Throphy Tour FIBA Europe í Höllinni og geta gestir og áhorfendur kíkt á Evrópubikarinn sem er hér á landi til sýnis og fengið mynd af sér með honum og lukkudýri leikanna, Frenkie The Fireball.