2 jún. 2015Í dag hóf íslenska kvennaliðið leik á Smáþjóðaleikunum og léku þær gegn Möltu í sínum fyrsta leik. Eftir brösugan fyrsta leikhluta fóru stelpurnar að sýna sitt rétta andlit og unnu sig inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik en Ísland hélt áfram baráttunni og tók stjórnina á leiknum í kjölfarið og hélt forystu til loka. Lokatölur 83:73 fyrir Ísland. Kvennalandsliðið leikur næst gegn Mónakó á fimmtudaginn kl. 17.00 en allir leikir í körfunni fara fram í Laugardalshöllinni. Á morgun miðvikudag hefja síðan strákarnir leik og þeir byrja gegn Andorra kl. 19.30. Frá kl. 15.00 verður FIBA Europe með Evrópubikarinn til sýnis og eru áhorfendur hvattir til að kíkja á hann sem og lukkudýr EuroBasket 2015 í anddyri Hallarinnar. Þess má geta að frítt er er inn á alla viðburði leikanna og því um að gera að mæta og styðja við bakið á íslensku liðunum næstu dag.