1 jún. 2015Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er fyrsti þjálfarinn í 22 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika. Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993. Það eru liðin tíu ár síðan að Ívar fór með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika en Sverrir Þór Sverisson var þjálfari liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Lúxemborg 2013. Þrír leikmenn fóru með Torfa Magnússyni á báða Smáþjóðaleikana í upphafi tíunda áratugsins en það voru þær Björg Hafsteinsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð og Hafdís Helgadóttir. Aðeins tveir leikmenn voru í liðinu hans Ívars á Smáþjóðaleikunum fyrir tíu árum en það voru þær Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum: Ívar Ásgrímsson · 2 (2005, 2015) Torfi Magnússon · 2 (1991, 1993) Sverrir Þór Sverrisson 1 (2013) Ágúst Líndal · 1 (1989) Svali Björgvinsson · 1 (1995) Sigurður Ingimundarson · 1 (1997) Hjörtur Harðarson · 1 (2003) Henning Henningsson · 1 (2009) Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er á morgun, þriðjudaginn 2. júní, á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).
Ívar aðeins annar þjálfarinn sem fer með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika
1 jún. 2015Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er fyrsti þjálfarinn í 22 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika. Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993. Það eru liðin tíu ár síðan að Ívar fór með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika en Sverrir Þór Sverisson var þjálfari liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Lúxemborg 2013. Þrír leikmenn fóru með Torfa Magnússyni á báða Smáþjóðaleikana í upphafi tíunda áratugsins en það voru þær Björg Hafsteinsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð og Hafdís Helgadóttir. Aðeins tveir leikmenn voru í liðinu hans Ívars á Smáþjóðaleikunum fyrir tíu árum en það voru þær Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum: Ívar Ásgrímsson · 2 (2005, 2015) Torfi Magnússon · 2 (1991, 1993) Sverrir Þór Sverrisson 1 (2013) Ágúst Líndal · 1 (1989) Svali Björgvinsson · 1 (1995) Sigurður Ingimundarson · 1 (1997) Hjörtur Harðarson · 1 (2003) Henning Henningsson · 1 (2009) Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er á morgun, þriðjudaginn 2. júní, á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).