31 maí 2015Íslensku stelpurnar hafa harma að hafna frá því fyrir tveimur árum þegar þær töpuðu úrslitaleiknum á móti heimastúlkum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúxemborg vann úrslitaleikinn 62:59 eftir að hafa unnið síðustu fimm mínútur leiksins 8:4 en bæði liðin unnu tvo fyrstu leiki sína á móti Kýpur og Möltu. Átta af tólf leikmönnum liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með árið 2013 þegar íslenska liðið vann silfur. Það hefur aldrei gerst áður í sögu kvennaliðsins á Smáþjóðaleikum að svo margir leikmenn hafa haldið sæti sínu í liðinu á milli leikja. Leikmennirnir átta sem mæta í hefndarhug til leiks í ár eru þær Bryndís Guðmundsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Hildur Sigurðardóttir, María Ben Erlingsdóttir, Hallveig Jónsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir voru með fyrir tveimur árum en eru ekki með núna. Þeir fjórir leikmenn sem voru ekki með liðinu í Lúxemborg 2013 eru þær Guðbjörg Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Á Smáþjóðaleikunum 2013 voru bara fimm leikmenn í íslenska kvennaliðinu sem voru með á síðustu leikum á undan (2009) en kvennakörfuboltinn missti þá úr eina leika. Þrjár þeirra, Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Petrúnella Skúladóttir, eru einnig með í ár. Fjöldi leikmanna sem voru með á Smáþjóðaleikunum á undan: Smáþjóðaleikar 1991 - 2 voru með 1989 Smáþjóðaleikar 1993 - 3 voru með 1991 Smáþjóðaleikar 1995 - 6 voru með 1993 Smáþjóðaleikar 1997 - 7 voru með 1995 Smáþjóðaleikar 2003 - 4 voru með 1997 Smáþjóðaleikar 2005 - 5 voru með 2003 Smáþjóðaleikar 2009 - 5 voru með 2005 Smáþjóðaleikar 2013 - 5 voru með 2009 Smáþjóðaleikar 2015 - 8 voru með 2013 Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er þriðjudaginn 2. júní á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).
Átta voru líka með á Smáþjóðaleikunum fyrir tveimur árum
31 maí 2015Íslensku stelpurnar hafa harma að hafna frá því fyrir tveimur árum þegar þær töpuðu úrslitaleiknum á móti heimastúlkum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúxemborg vann úrslitaleikinn 62:59 eftir að hafa unnið síðustu fimm mínútur leiksins 8:4 en bæði liðin unnu tvo fyrstu leiki sína á móti Kýpur og Möltu. Átta af tólf leikmönnum liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með árið 2013 þegar íslenska liðið vann silfur. Það hefur aldrei gerst áður í sögu kvennaliðsins á Smáþjóðaleikum að svo margir leikmenn hafa haldið sæti sínu í liðinu á milli leikja. Leikmennirnir átta sem mæta í hefndarhug til leiks í ár eru þær Bryndís Guðmundsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Hildur Sigurðardóttir, María Ben Erlingsdóttir, Hallveig Jónsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir voru með fyrir tveimur árum en eru ekki með núna. Þeir fjórir leikmenn sem voru ekki með liðinu í Lúxemborg 2013 eru þær Guðbjörg Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Á Smáþjóðaleikunum 2013 voru bara fimm leikmenn í íslenska kvennaliðinu sem voru með á síðustu leikum á undan (2009) en kvennakörfuboltinn missti þá úr eina leika. Þrjár þeirra, Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Petrúnella Skúladóttir, eru einnig með í ár. Fjöldi leikmanna sem voru með á Smáþjóðaleikunum á undan: Smáþjóðaleikar 1991 - 2 voru með 1989 Smáþjóðaleikar 1993 - 3 voru með 1991 Smáþjóðaleikar 1995 - 6 voru með 1993 Smáþjóðaleikar 1997 - 7 voru með 1995 Smáþjóðaleikar 2003 - 4 voru með 1997 Smáþjóðaleikar 2005 - 5 voru með 2003 Smáþjóðaleikar 2009 - 5 voru með 2005 Smáþjóðaleikar 2013 - 5 voru með 2009 Smáþjóðaleikar 2015 - 8 voru með 2013 Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er þriðjudaginn 2. júní á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).