29 maí 2015
KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa líkt og síðastliðin sumur með mjög góðum árangri. Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gesta-þjálfurum stjórna æfingum og fara yfir ýmis tækniatriði en í sumar stendur KKÍ fyrir æfingabúðum fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru 2002, 2003 og 2004. Búið er að boða leikmenn í búðirnar með boðsbréfi og eru rúmlega 570 leikmenn boðaðir í ár hjá drengjum og stúlkum. Drengir æfa um helgina í DHL-höllinni Frostaskjóli Drengir f. 2004 · kl. 09.00 – 11.00 · Æfingar laugardag og sunnudag Drengir f. 2003 · kl. 11.30 – 13.30 · Æfingar laugardag og sunnudag Drengir f. 2002 · kl. 13.30 - 14.30 · Fundur/fræðsla bara laugardag og svo æfingar kl. 14.30 – 16.30 laugardag og sunnudag Stúlkur æfa í DB Schenkerhöllinni, Ásvöllum í Hafnarfirði Stúlkur f. 2004 · kl. 09.00 – 11.00 · Æfingar laugardag og sunnudag Stúlkur f. 2003 · kl. 11.30 – 13.30 · Æfingar laugardag og sunnudag Stúlkur f. 2002 · kl. 13.30 - 14.30 · Fundur/fræðsla bara laugardag og svo æfingar kl. 14.30 – 16.30 laugardag og sunnudag Verð á hvern þátttakanda fyrir úrvalsbúðirnar er 6.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar og skal greiða á staðnum á fyrstu æfingu hjá fulltrúa KKÍ. Hægt verður að greiða með korti.