21 apr. 2015 Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í Minnibolta 11 ára drengja. Strákarnir léku á heimavelli í Ásgarði í Garðabæ og unnu alla sína leiki á mótinu. Í öðru sæti varð Hrunamenn/Hamar, KR í því þriðja og Grindavík og Fjölnir þar á eftir. Þjálfari liðsins er Elías Orri Gíslason og aðstoðarþjálfari er Magnús Bjarki Guðmundsson. KKÍ óskar strákunum í liðinu og Stjörnunni til hamingju með árangurinn.
Stjarnan Íslandsmeistari í MB 11 ára drengja
21 apr. 2015 Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í Minnibolta 11 ára drengja. Strákarnir léku á heimavelli í Ásgarði í Garðabæ og unnu alla sína leiki á mótinu. Í öðru sæti varð Hrunamenn/Hamar, KR í því þriðja og Grindavík og Fjölnir þar á eftir. Þjálfari liðsins er Elías Orri Gíslason og aðstoðarþjálfari er Magnús Bjarki Guðmundsson. KKÍ óskar strákunum í liðinu og Stjörnunni til hamingju með árangurinn.